Coriander og papaya raita (jógúrtsósa)

Þetta salat passar vel með ýmsum mat, þó sérstaklega vel með krydduðum indverskum mat því þetta er svona „kælisalat" :) þegar maður er alveg með logana í munninum!!! Ef þið eruð ekki hrifin af papaya (ég er ekki svo hrifin af því sjálf) má nota mango í staðinn. Það skiptir reyndar miklu máli hvers konar papaya maður notar því það sem fæst á Íslandi er freikar bleikt á litinn en það sem maður fær almennt t.d. í Kenya og víðar er líkara mangoi að lit og áferð og er alveg óætt fyrir minn smekk (bragðast eins og gubb!!!).

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Coriander og papaya raita (jógúrtsósa)

Fyrir 2-3 sem meðlæti

Innihald

 • 175 g hrein sojajógúrt. Einnig má nota venjulega jógúrt eða AB mjólk
 • Hálft vel þroskað papaya, afhýtt, steinhreinsað og skorið í litla bita
 • 2 msk ferskt coriander, saxað smátt 
 • 0.5 tsk fínt rifinn börkur af límónu
 • 1 tsk límónusafi (eða meira eftir smekk)
 • Smá klípa salt (Himalaya eða sjávarsalt)

Aðferð

 1. Blandið saman jógúrti, papaya, límónuberki, coriander og safa í skál.
 2. Kryddið með salti og blandið vel saman.
 3. Setjið plastfilmu yfir og geymið í um 30 mínútur í kæli svo bragðið „taki sig".

Gott að hafa í huga

 • Einnig má nota vel þroskað mango í stað papaya.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
fimm plús átta eru