Heitir eftirréttir

Síða 1 af 1

Heitir eftirréttir geta verið ósköp notalegir, sérstaklega þegar kalt er í veðri. Það er dásamlegt að hita eitthvað dásamlegt í ofninum og bera fram heimatilbúinn ís með. Nammi namm. Þá getur maður heldur betur gleymt því að veturinn gnauði á gluggunum.


Bananasplitt (bakaðir bananar)

Þetta er eftirréttur sem má gera annað hvort heima eða bara úti á grillinu, á ferðalaginu, upp í sumarbústað eða hvar sem er.

Ljúf og einföld eplakaka

Eplakaka

Þetta er hollari útgáfa af hefðbundnum sykurleðju-hveiti-smjör eplakökum en stendur engu að síður vel fyrir sínu.

Ljúf og góð eplakaka

Eplakaka Sigrúnar Erlings

Þessa uppskrift af eplaköku gaf Sigrún Erlings, mágkona mín mér. Hún sagði að allir á heimilinu lofuðu hana í hástert og þar sem hún er holl líka hentaði hún vel mínum búskap og eldhúsi!!!

Grillað mango, gult eins og sólin

Grillað mangó

Þessi réttur er með einföldustu eftirréttum sem til eru en engu að síður er hann góður og hollur.

Bláberjasósa, sprengfull af hollustu

Heit bláberja- og vanillusósa

Dásemdarsósa sem er (ég get svo svarið það) góð út á allt, hvort sem það er ís, í drykki (smoothie), yfir kökur, í jógúrt eða bara ein og sér upp úr pottinum.

Heitir ávextir með ís

Heitur ávaxtaeftirréttur með hnetum

Ég fékk þessa fínu uppskrift hjá Smára bróður og Önnu Kristínu konunni hans. Þetta er hollur og góður eftirréttur, fullur af vítamínum og andoxunarefnum ásamt hollri fitu úr hnetunum.

Sígildur rabarbaragrautur nema svolítið í hollari kantinum

Rabarbaragrautur

Það er hægt að gera margar útgáfur af rabarbaragraut og til dæmis er gaman að sjóða bláber með og ég hef líka pr&oacu