Grísk salatsósa

Þetta er holl og góð sósa sem hentar með alls kyns mat, t.d. grænmetisbuffum, niðurskornu grænmeti, grillmat, á salöt o.fl.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án eggja
 • Án hneta

Þessa uppskrift er auðvelt að gera:

 • Án mjólkur
 • Vegan (fyrir jurtaætur)

Grísk salatsósa

500 ml

Innihald

 • Hálf gúrka, söxuð smátt (sumum finnst gott að hreinsa fræin úr)
 • 1-2 hvítlauksrif, marið
 • 500 ml AB mjólk eða hrein jógúrt. Þeir sem hafa mjólkuróþol geta auðveldlega notað sojajógúrt í staðinn.
 • Smá klípa salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • Smá klípa svartur pipar

Aðferð

 1. Saxið gúrkuna og hreinsið fræin úr með teskeið ef þið viljið.
 2. Saxið hvítlaukinn smátt eða pressið.
 3. Setjið í skál og bætið AB mjólkinni, saltinu og piparnum saman við.
 4. Kælið í klukkustund eða meira.

Gott að hafa í huga

 • Til að fá þykkari salatsósu má láta AB mjólkina eða jógúrtina renna í gegnum grisju (setjið grisju í sigti og hellið AB mjólkinni út í).
 • Einnig má nota gríska jógúrt en hún er fitumeiri.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
einn plús átta eru