Indverskur fiskiréttur

Þetta er einn af uppáhalds fiskiréttunum hans Jóhannesar. Sósan hentar einnig fyrir kjúkling og grænmeti því hún er mild og bragðgóð.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án eggja
 • Án hneta

Indverskur fiskiréttur

Fyrir 2-3

Innihald

 • 500 g ýsuflök, roð- og beinhreinsuð
 • 1 laukur, afhýddur og saxaður gróft
 • 1 hvítlauksrif, söxuð smátt
 • 1 tsk ferskt engifer, afhýtt og rifið eða saxað smátt
 • 2 lárviðarlauf
 • 1 tsk kókosolía
 • 2-3 msk mangomauk (enska: mango chutney)
 • 2 tsk maísmjöl (eða arrow root)
 • 200 g magur rjómaostur (t.d. Philadelphia Light) eða Curd ostur (hleypiostur, ystingur)
 • 100-200 ml léttmjólk
 • 2 tsk nigella fræ
 • 1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • 1 tsk steinselja
 • 2 tsk karrí
 • 1 tsk fish masala (má sleppa)
 • Smá klípa svartur pipar

Aðferð

 1. Afhýðið lauk, engifer og hvítlauk og saxið smátt.
 2. Hitið kókosolíu á stórri pönnu og látið karrí, lauk, hvítlauk, engifer og lárviðarlauf krauma í u.þ.b. 3 mínútur. Notið vatn til viðbótar ef þarf meiri vökva á pönnuna.
 3. Takið lárviðarlaufið upp úr og fleygið því.
 4. Setjið magra rjómaostinn (eða curd ostinn) út í og hrærið í þar til hann bráðnar
 5. Bætið mjólk, maísmjöli, nigella fræjum og mangomauki saman við.
 6. Sjóðið við vægan hita í 2 mínútur. Hrærið í allan tímann. Ef ykkur finnst sósan of þykk bætið þá meiri mjólk út á pönnuna.
 7. Kryddið með steinselju, karríi, fish masala, salti og pipar.
 8. Skerið fiskiflökin í bita.
 9. Setjið fiskinn út í sósuna og látið sjóða við vægan hita í 7-10 mínútur með lokinu yfir pönnunni.

Gott að hafa í huga

 • Berið fram með chapati brauði og Coriander og papya raita.
 • Sósan þynnist aðeins eftir að fiskurinn er kominn út í en ef ykkur finnst hún ennþá of þykk, bætið þá svolítilli mjólk út í.
 • Berið fram með byggi eða hýðishrísgrjónum.
 • Það er líka gott að bera fram gróft snittubrauð með þessum rétti.
 • Nigella fræ (svört fræ sem eru eins og tár í laginu og eru oft í naan brauðum) fást í verslunum sem sérhæfa sig í austurlenskum matvörum).
 • Curd ostur fæst stundum í sælkeraverslunum.
 • Nota má hrísmjólk, möndlumjólk, sojamjólk eða haframjólk í staðinn fyrir léttmjólk.
 • Nota má jurtasmurost í staðinn fyrir rjómaost.

Ummæli um uppskriftina

gudnyar
18. nóv. 2010

Svaka góður fiskréttur sem er í miklu uppáhaldi og hefur verið reglulega á mínum borðum frá því ég smakkaði hann fyrst ;o)

http://www.flickr.com/photos/gudnyar/3250847661/in/set-72157613331335979/

sigrun
25. feb. 2014

Flott að heyra og fín myndin með, takk :)

gestur
25. feb. 2014

Þessi réttur er rosalega góður, mun vera eldaður oft á mínu heimili framvegis :)

sigrun
25. feb. 2014

Æðislegt, takk fyrir að deila með okkur :)

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
einn plús sjö eru