Grænmeti

Síða 4 af 5

Ég er eins og þið hafið kannski áttað ykkur á, grænmetisæta (eða réttara sagt er ég ekki kjötæta því ég borða fisk, mjólkurvörur og egg en ekki kjöt) en það útskýrir fjölda grænmetisréttanna sem er hægt að finna á vefnum. Mér finnst grænmeti einfaldlega gott, það er hollt og fer vel í magann. Mér finnst grænmetisbuff og borgarar (eða Tófú-klattar eins og pabbi minn kallar svona buff) svo góður matur og ég tala nú ekki um hnetusteik spari! Ég er einnig hrifin af súpum og pottréttum hvers konar. Ég nota mikið tofu, baunir, hnetur, kartöflur, pasta, bygg og hrísgrjón og úr þessu má búa til fínasta mat sem er hollur fyrir hjarta, bein æðar og vöðva, inniheldur holla fitu, prótein, kolvetni, trefjar, andoxunarefni og alls kyns vítamín. Ég geri gjarnan tvöfalda uppskrift af því sem ég útbý hverju sinni og frysti í minni skömmtum til að eiga síðar í nesti eða í kvöldmat. Það má í raun frysta alla grænmetisrétti nema kannski núðlusúpur (núðlurnar geta orðið leiðinlega mjúkar).


Pottréttur með sojakjöti, ananas og grænmeti

Þessi pottréttur er mjög fínn og saðsamur. Maður getur gert risaskammt og hitað upp í nokkra daga því hann verður betri og betri (eru samt takmörk fyrir því hversu lengi hann dugar he he).

Litríkt salat til að lífga upp á daginn

Salat í nestið

Mér finnst þetta salat alveg ferlega fínt í nestið. Það hefur holla fitu úr avocadoinu, trefjar og prótein í kjúklingabaununum og svo allt vítamínið úr ávöxtunum og grænmetinu.

Salat sem passar með ýmsum mat

Þetta salat er hægt að nota við ýmis tækifæri og með ýmsum mat enda létt að búa til og afskaplega litríkt og fallegt. Fullt af vítamínum!

Sesamnúðlur, einfaldur og saðsamur réttur

Sesamnúðlur

Þetta er núðluréttur sem ég held dálítið upp á en hráefnin eru kannski frekar óvenjuleg; chilli, sesamfræ og hnetusmjör.

Núðlur í japönskum stíl

Soba núðlusalat með wakame, engifer og grænmeti

Af því að ég er nýkomin frá Japan þá gat ég ekki annað en sett inn japanskan núðlurétt. Soba núðlur eru mikið notaðar í Japan og wakame sömuleiðis en wakame er þangtegund.

Spaghetti bolognese, með spelt spagetti og sojakjöti

Spaghetti bolognese (með sojakjöti)

Mér fannst spaghetti og bollur alltaf hrikalega góður matur hérna í gamla daga (var ekki hrifin af kjöti en fann ekki svo mikið kjötbragð af bollunum).

Spaghetti með sveppum

Spaghetti með sveppum

Þetta er fín og einföld uppskrift og þurrkuðu sveppirnir gefa sterkt og gott sveppabragð.

Litríkur, afrískur grænmetisréttur

Spaghetti ya Mboga (spaghetti með bökuðu grænmeti)

Þessi einfaldi, afríski réttur kom mér á óvart. Ég leyfði tómötunum að malla vel og lengi og það borgar sig að vera þolinmóður því þannig verða þeir bestir og líkastir því sem maður fær í Afríku.

Fátt jafnast á við heimatilbúna pizzu

Speltpizza með grænmeti, heimalagaðri pizzasósu og mozzarella

Pizzur eru alltaf góðar en heimagerðar eru samt bestar því þá veit maður nákvæmlega hvað er sett ofan á og í þær.

Súpan frá 4 Market Place

Spergilkáls- og blaðlaukssúpan frá 4 Market Place kaffihúsinu, London

Maria og Pete vinafólk okkar ráku um árabil kaffihúsið 4 Market Place í miðborg London (rétt hjá þar sem við bjuggum).

Spergilkáls- og blómkálsréttur í ofni

Ég fékk þessa uppskrift af netinu fyrir hundrað árum. Þetta er bara svona ódýr grænmetisréttur í miðri viku, engin flottheit, ekkert flókið, bara hollt og gott.

Spínat Pilau (Grjón með spínati)

Þennan rétt má bæði hafa sem meðlæti eða borða einan sér með t.d. chapati brauði. Bragðgóður og hollur réttur.

Spínat- og osta cannelloni (fyllt pastarör)

Ég fann þessa uppskrift í einhverju eldgömlu tímariti en breytti henni aðeins.

Spínatkartöflur (Aloo Palak)

Þetta er mjög hefðbundið indverskt meðlæti sem maður pantar yfirleitt alltaf þegar maður fer á indverskan stað (bara eins og maður pantar grjón líka).

Berist fram við engisprettuhljóð og hlébarðagelt

Spínatrétturinn úr dularfulla húsinu í skóginum í Nairobi

Það er löng saga að segja frá þessum rétti og hvernig ég fékk „uppskrift” að honum. Það atvikaðist þannig að í september 2007 var ég stödd alein í Nairobi.

Aðeins hollari en á Starbucks og bara ekkert síðri!!

Starbucks samloka

Kaffihúsamatur er enginn hollustumatur enda fáum við okkur afskaplega sjaldan mat á kaffihúsum enda dýr og of óhollur fyrir minn smekk!

Dásamlega léttur og fínn núðluréttur

Steiktar núðlur og grænmeti

Þetta er bara svona týpískur, austurlenskur núðluréttur. Það er ekkert eitt afgerandi bragð af honum, bara frekar mildur og fínn fyrir þá sem þola til dæmis illa sterkt kryddbragð.

Sumarlegt og hollt salat

Sumarlegt salat með appelsínum og vatnsmelónu

Þegar maður borðar þetta salat finnur maður eiginlega hollustuna streyma um sig enda er salatið algjör heimsmeistari í hollustu. Svo getur maður skipt út hráefni og bætt við.

Ódýr, einföld, bragðgóð og vegan núðlusúpa

Súrsæt (sweet & sour) núðlusúpa

Þetta er eiginlega svona núðlusúpuréttur þ.e. bæði núðlusúpa og núðluréttur. Upphafleg uppskrift inniheldur ekki soba núðlur (úr bókhveiti) en það er hrikalega gott að hafa þær með.

Auðveld og ódýr súpa

Svartbauna- og maískornasúpa

Þessi súpa er úr bók sem ég á sem heitir Marie Claire: Kitchen –The Ultimate Recipe Collection og inniheldur helling af góðum uppskriftum.

Sveppasúpan fína, ódýr og góður matur

Sveppasúpa

Þetta er bara svona hefðbundin sveppasúpa, ekkert flókin en alveg rosalega góð og einn ódýrasti matur sem fyrir finnst held ég.

Einfalt og þægilegt og hollt og gott. Getur varla verið betra

Sætar kartöflur bakaðar í ofni

Þetta er nú varla uppskrift því aðferðin er svo einföld að það er næstum því hlægilegt.

Litríkur, afrískur grænmetisréttur

Sætar kartöflur í hnetu- og engifersósu

Sætar kartöflur eru notaðar mikið í vestur Afríku og ásamt hnetum gerir þennan rétt bæði saðsaman og sætkryddaðan.

Taco með sojahakki

Ég notaði sojakjötshakk í þennan rétt og það var mjög gott. Maður þarf bara að vera búinn að láta hakkið liggja í kryddlegi áður en maður útbýr réttinn (eins og þarf alltaf með sojakjöt).

Súpa með 10 þúsund hráefnum, eða þar um bil

Thailensk laksa (ekki laxa) súpa

Súpan virkar kannski flókin en er það í raun ekki. Það er samt ágætt að útbúa súpuna þegar maður er ekki á hraðferð.