Grænmeti

Síða 3 af 5

Ég er eins og þið hafið kannski áttað ykkur á, grænmetisæta (eða réttara sagt er ég ekki kjötæta því ég borða fisk, mjólkurvörur og egg en ekki kjöt) en það útskýrir fjölda grænmetisréttanna sem er hægt að finna á vefnum. Mér finnst grænmeti einfaldlega gott, það er hollt og fer vel í magann. Mér finnst grænmetisbuff og borgarar (eða Tófú-klattar eins og pabbi minn kallar svona buff) svo góður matur og ég tala nú ekki um hnetusteik spari! Ég er einnig hrifin af súpum og pottréttum hvers konar. Ég nota mikið tofu, baunir, hnetur, kartöflur, pasta, bygg og hrísgrjón og úr þessu má búa til fínasta mat sem er hollur fyrir hjarta, bein æðar og vöðva, inniheldur holla fitu, prótein, kolvetni, trefjar, andoxunarefni og alls kyns vítamín. Ég geri gjarnan tvöfalda uppskrift af því sem ég útbý hverju sinni og frysti í minni skömmtum til að eiga síðar í nesti eða í kvöldmat. Það má í raun frysta alla grænmetisrétti nema kannski núðlusúpur (núðlurnar geta orðið leiðinlega mjúkar).


Irio, afar vinsæll, afrískur réttur

Irio (kartöflustappa með lauk og baunum)

Þessi réttur er eins afrískur og hugsast getur. Þetta er hefðbundinn matur hjá Kikuyu ættbálkinum, svona eins og grjónagrautur er hjá okkur. Irio er afskaplega milt og gott fyrir magann.

Litríkt og hollt salat

Kachumbari (tómat- og rauðlaukssalat)

Uppskriftin kemur frá Lucy Mwangi mágkonu minni sem er frá Kenya.

Yndisleg hnetusteik

Karríhnetusteik

Þessi hnetusteik er hreint út sagt frábær.

Karrípottréttur með nýrna- og kjúklingabaunum

Það sniðuga við pottrétti er að maður getur búið til heilan helling af þeim í einu og annað hvort átt mat í nokkra daga eða fryst það sem er umfram.

Afrískur pottréttur, litríkur og hollur

Kitheri (afrískur pottréttur)

Þennan pottrétt smakkaði ég fyrst í Afríku (Kenya) árið 2005. Mér fannst hann hrikalega góður en eftir ótal ferðir

Kjúklingabaunabuff með byggi og hvítlauksjógúrtsósu

Kjúklingabaunabuff með hvítlaukssósu

Þessi uppskrift kemur upprunalega úr bók sem ég á sem heitir Delia’s Vegeterian Collection og er ein af uppáhalds uppskriftabókunum m&iacute

Einföld og saðsöm kjúklingabaunasúpa

Kjúklingabaunasúpa

Einfaldur, bragðgóður og fljótlegur matur, svoleiðis á hann að vera! Súpan er saðsöm og er sérlega ódýr sem er ekki amalegt fyrir svona hollan og góðan mat.

Járn- og vítamínríkt salat

Klettasalat með rauðrófum og parmesan

Ég fékk svipað salat á krá einni í London sem er þekkt fyrir góðan mat enda er eigandi staðarins enginn annar en Gordon Ramsay.

Mild og bragðgóð súpa fyrir alla fjölskylduna

Kókos- og límónusúpa

Þessi súpa er svolítið „öðruvísi”, krydduð en ansi góð og sérlega drjúg. Kókosmjólkin, engiferið og límónan passa vel saman og gefa ferskt bragð með thailensku ívafi.

Korma grænmetiréttur með raita gúrkusósu

Upplagður indverskur grænmetisréttur fyrir alla fjölskylduna. Fullur af vítamínum, próteinum, kalki, járni&;og trefjum.

Kryddaðar strengjabaunir

Þessi uppskrift er komin frá Tamila fólkinu í suðurhluta Indlands (reyndar fékk ég hana bara úr indverskri matreiðslubók sem ég á). Baunirnar eru gott meðlæti með ýmsum grjóna- og karríréttum.

Kúskús með bökuðu grænmeti

Mér finnst kúskús gott og sérstaklega ef það er með bökuðu grænmeti eins og tómötum og paprikum. Þetta er léttur réttur og fínn í maga en tekur smátíma að hafa hann til.

Grænmetislasagna. Nammi namm

Lasagna með sojakjöti

Þessi uppskrift, er blanda úr 4 uppskriftum að lasagna.

Linsubaunabuff

Þessi uppskrift kemur úr uppskriftabókinni Grænn kostur Hagkaupa sem ég held mikið upp á. Það er upplagt að búa til fullt af buffum og frysta.

Ljúffengar hnetusteikur

Litlar hnetusteikur með tómatsívafi

Það má útbúa stærri hnetusteik (frekar en að gera litlar hnetusteikur) en mér finnst gaman að bera fram svona litlar fyrir hvern og einn og skreyta með grjónum, salati, sósu o.fl.

Mango- og engiferssúpa frá Kenya á masai dúk

Mango- og engiferssúpa frá Masai Mara

Þessa súpu fékk ég hjá stúlku sem heitir Margaret Ngugi en hún er kokkur á Mara Simba Lodge í Masai Mara í Kenya en þar dvaldi ég í nokkra daga í febrúar 2007.

Mexikönsk chili súpa með sojakjöti

Þessi súpa er frekar „hot” og fín á köldum vetrardegi þegar mann vantar hlýju í sig.

Þrílitt salat í ítölsku fánalitunum, rauðum, grænum og hvítum

Mozzarella salat með tómötum og basil

Þetta salat þekkja eflaust margir sem hafa verið á Ítalíu og er líklega ein af ástæðunum fyrir því að Ítalir lifa svona lengi.

Indversk súpa og afar holl

Mulligatawny súpa (indversk grænmetissúpa)

Einu sinni pantaði ég Mulligatawny súpu á indverskum veitingastað á Brick Lane, London.

Ekki kannski mest spennandi útlitslega en súpan er samt létt og holl

Naglasúpan ódýra

Þegar maður á lítið í ísskápnum en er svangur hvað gerir maður þá? Jú maður býr til naglasúpu. Uppskrift af naglasúpu er til á öllum heimilum og þetta er mín útgáfa.

Undir áhrifum frá New York, hollt og gott grænmetissalat

New York salat með grilluðu grænmeti og hnetum

Þetta salat er undir beinum áhrifum frá New York. New York er eins og allt sem maður sér í sjónvarpsþáttum og bíómyndum og auðvitað meira en það! Þvílíkt matarhimnarríki.

Ofnbakað rótargrænmeti

Þessi uppskrift er upprunalega frá Deliu Smith sem ég held mikið upp á en ég hef þó gert örlitlar breytingar á henni (og þá er ég að meina uppskriftinni, …ekki Deliu ho ho).

Palak Koftas (Kryddaðar spínatbollur)

Þetta er indversk uppskrift og nokkuð flókin en alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og spennandi!!! Bollurnar eru frekar bragðmildar og henta því vel fyrir alla fjölskylduna.

Paprikumauk

Paprikumauk með svörtum ólífum

Þetta er hollt og gott mauk, tilvalið ofan á snittur í boð eða ofan á ristabrauð í hádeginu. Best er að nota matvinnsluvél eða töfrasprota til að mauka. Maukið má frysta.

Pítupizzur - einfaldar og sniðugar

Pítu-pizzur (nokkrar útgáfur)

Ok þetta hljómar kannski pínu skrítið, pítu-pizzur en það sem málið snýst um er að nota pítubrauðin sem pizzubotna því það sparar tíma og fyrirhöfn svona þegar maður er að flýta sér.