Coriander- og perusalsa

Þetta er gott meðlæti, afar ferskt og hollt og passar með réttum frá ýmsum löndum t.d. frá Indlandi, Thailandi, Afríku og meira að segja með grillmatnum á Íslandi. Mér finnst gott að hafa það í sætari kantinum svo stillið agavesírópið af eftir smekk. Best er að leyfa salsanu að standa í ísskápnum í um klukkustund eða lengur áður en það er borið fram. Best er að setja plast yfir svo avocadoið og peran verði ekki brúnleit.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan
 • Hráfæði

Coriander- og perusalsa

Fyrir 4 sem meðlæti

Innihald

 • Safi úr einni límónu
 • 1 rauður chili pipar, saxaður smátt
 • 1 hvítlauksrif, pressað
 • 2 msk fersk corianderlauf, söxuð
 • 1 pera, vel þroskuð, maukuð
 • 2 avocado, vel þroskuð, maukuð
 • Salt (Himalaya eða sjávarsalt) og pipar eftir smekk
 • 2 tsk agavesíróp

Aðferð

 1. Skerið chili piparinn langsum og fræhreinsið. Saxið afar smátt.
 2. Saxið corianderlaufin smátt.
 3. Afhýðið peruna og avocadoin og skerið í grófa bita.
 4. Setjið avocadoin og peruna í skál og stappið/maukið (ekki samt þannig að verði alveg maukað).
 5. Skerið límónuna til helminga og kreistið safann yfir maukið.
 6. Hrærið chili pipar og corianderlauf út í skálina.
 7. Hrærið agavesírópi út í skálina.
 8. Saltið og piprið eftir smekk.
 9. Látið salsað standa í kæli í um klukkustund.

Gott að hafa í huga

 • Salatið má gera með dags fyrirvara og er þá best að pakka því vel inn í plast svo að avocadoið verði ekki brúnt.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
tveir plús tveir eru