Möndlu- og agúrkusalat

Þetta salat er alveg hreint dæmalaust hollt og hreinsandi. Það er beinlínis barmafullt af vítamínum, próteinum, kalki, trefjum, steinefnum, andoxunarefnum og ég veit ekki hvað. Svo er það líka svo gott á bragðið og hentar vel í nestisboxið ásamt því að vera frábært sem meðlæti með alls kyns réttum, sérstaklega grænmetisréttum og fiski. Það hentar einnig þegar maður vill léttan en næringarríkan hádegisverð.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja

Þessa uppskrift er auðvelt að gera:

 • Án hneta

Möndlu- og agúrkusalat

Fyrir 2 sem meðlæti

Innihald

 • 100 g agúrkur, rifnar gróft
 • Smá klípa salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • 100 g steinalaus vínber (græn eða blá), skorin í helminga
 • 50 g möndlur, saxaðar smátt
 • 20 g ananas, vel þroskaður, skorinn í bita
 • 5 g kókosflögur (má sleppa), ristaðar
 • 2 msk ferskar kryddjurtir t.d. coriander eða mynta (má sleppa)

Aðferð

 1. Rífið agúrkuna mjög gróft á rifjárni. Setjið í skál og saltið.
 2. Skerið vínberin í helminga.
 3. Saxið möndlurnar gróft.
 4. Afhýðið og kjarnhreinsið ananasinn og skerið í frekar smáa bita.
 5. Blandið öllu saman í skálinni.
 6. Ristið kókosflögurnar á heitri pönnu (án olíu). Ristið í um 1 mínútu eða þangað til kókosflögurnar verða ljósbrúnar og fara að ilma. Kæliðkókosflögunum  í smá stund og dreifið yfir salatið.

Gott að hafa í huga

 • Mikilvægt er að ananasinn sé vel þroskaður. Ef hann er ekki nægilega sætur má setja nokkrar matskeiðar af appelsínusafa út í salatið.
 • Gott er að bæta ólífum út í salatið.

Ummæli um uppskriftina

Lísa Hjalt
29. jan. 2011

svo dásamlega grænt og fagurt og ferskt og alveg örugglega hrikalega gott!