Bloggið

Mafíósaundirspil

Mafíósar Hér sjáið þið mynd af tónlistarmönnunum (mafíósunum ítölsku) sem ég var að tala um hérna um daginn. Þeir eru 4 fremstir á efri myndinni. Ég tók myndina beint fyrir utan stofugluggann, ekki amalegt að hafa Suðræna tónlist "live" svona yfir kvöldmatnum og svoleiðis. Þeir skjóta alltaf upp kollinum þegar veðrið er gott eins og það hefur verið að undanförnu, 25 stiga hiti og sól!

Það er ítalskur veitingastaður ská á móti okkur (með rauða skyggninu) og ef maður lokar augunum og þefar út um gluggann þá streymir lokkandi pizzuilmurinn eða girnilegur ilmur af sjávarréttapasta beint í nefið á manni og með svona undirspil þá er voða erfitt að standast freistingarnar, sérstaklega ef maður nennir ekki að elda!!! Það byrja alltaf 4 að spila í hljómsveitinni á kvöldin (og hádeginu) og þeir taka rúnt um hverfið. Svo á einhvern dularfullan hátt hverfur alltaf 1 þeirra inn á Sergios, ítalska staðinn og klappar á magann á sér þegar hann labbar út aftur!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Snúningseldhús

Snúningseldhús. Allt sem maður þarf á einum stað fyrir lítil rými.

Þetta er brilliant hugmynd. Eldhús með öllu sem maður þarf; uppþvottavél, skápa, skúffur, vask...á snúningsfæti fyrir lítil rými.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Hitabylgja...allt í rugli

Ég er alveg ringluð. Ég er nýkomin frá Mombasa þar sem var 40 stiga hiti og 85% raki. Ég stoppa í nokkra daga í bara venjulegum vorhita í London (svona 10 stig), fer til Íslands með tösku fulla af hlýjum fötum en svo var ekkert svo hroðalega kalt þó hefði snjóað nokkrum dögum áður. Var samt gott að vera með hitapokann...til öryggis. En já svo kom ég til London í gær og ó mæ god það var 27 stiga hiti???? Ég hélt að flugmaðurinn væri drukkinn þegar hann sagði 27 stig? En nei það var bara massíf hitabylgja og lestateinarnir að bráðna og allt bara (gerist alltaf). Og auðvitað var heitast á Heathrow. Ég er bara rosa ringluð sko, veit ekkert í hvaða heimsálfu ég er og allt í steik bara. Ég þarf sem sagt að pakka ullarsokkunum mínu, hitapokanum, dúnskónum, dúnsænginni, ullarpeysunum, ullarbuxunum, flísteppunum (allt í fleirtölu) ofan í tösku, þangað til næsta kuldakast kemur. Þetta er dáldið erfitt sko, á maður að taka upp sumarfötin, setja þau aðeins á "hold" eða hvað?

En já ég er sem sagt komin aftur til London og það er nú meira hvað allt lifnar við í hitanum. Ég sat í sólinni í Covent Garden áðan og var að bíða eftir Jóhannesi og ef maður lokar augunum og hlustar þá er svo ótalmargt sem maður upplifir. Til dæmis heyrði ég í milljón manns eða svo sem var á röltinu hlægjandi eða talandi (engir bílar), götulistamenn að leika listir sínar, lófaklapp í lokin, hringekja með skríkjandi börnum, mæður að garga á skríkjandi börn, maður með rafmagnsgítar sem lék róandi tónlist og margt, margt fleira. Þó að allt lifni við Í Reykjavík þegar sólin skín þá er smá munur á 170 þúsund manna borg eða 8 milljón manna borg. Þvílíkt mannhaf og allir í góðu skapi. Hér fyrir utan íbúðina okkar eru t.d. hópar fólks fyrir utan barinn að fá sér öl eftir vinnudaginn. Í dag voru svo "ítalska mafíuhljómsveitin" að spila fyrir utan Sergios, ítalska staðinn beint á móti. Þeir eru alveg eins og mafíósar, litlir kubbar, allir rámir, með bólugrafna húð, tala bara ítölsku og spila dúbíus tónlist á harmonikku og gítar og svoleiðis. Allir með brilliantín í hárinu, einn með hatt og allir í leðurvestum og teinóttum buxum. Þeir eru eins og klipptir úr Godfather myndunum.

Ferðin hingað gekk annars vel, ég sat í flugvélinni við hliðina á íslensku pari sem var mjög skemmtilegt. Það vildi svo til að konan var frekar flughrædd eftir að hafa eignast börn (mjög algengt) og hún var samt fyrrverandi flugfreyja (ekki traustvekjandi) en þau voru fín og ég gaf þeim einhverjar "insider" upplýsingar um London, hvar væri best að borða sushi og svoleiðis. Það er eins gott að kínversku stelpurnar sem sátu fyrir framan mig í síðustu ferð voru ekki þarna núna. Þær hefðu hrætt líftóruna úr aumingja konunni. Þessar kínvsersku sátu hægra megin í vélinni eins og ég geri alltaf (besta útsýnið yfir London) og þegar við vorum að fljúga yfir London horfðu þær út um gluggann og ÖSKRUÐU upp yfir sig "Ó mæj goodddd", Ó mæj goodddd"...."Loddoæj", "Loddoææjjj"...."Ó mæj goodddd", Ó mæj goodddd"...."Blittihhhhh Pæjamett", "Blittiihhhh Pæjamett"  "Ó mæj goodddd", Ó mæj goodddd"..... "Loddoblidddjjjsss"...."Loddooobliddddjjssss"...."Loddoooblliiidjjjhhhdssssss "Ó mæ goodddd".

Ég var smá stund að átta mig á þessu en af því ég vinn með kínverskri stelpu í London þá áttaði ég mig á því að þær voru sem sagt svona yfir sig hrifnar af "London Eye", "British Parlament" (þinghúsið) og "London Bridge". He he.

Annars vildi ég líka segja takk fyrir allar afmælisgjafirnar, þær voru allar fínar. Flottastar auðvitað frá Jóhannesi of course en hinar líka æði :)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Myndir komnar

Jæja þá eru myndirnar komnar loksins, með smá kommentum.

Þetta eru nú ekki merkilega myndir þar sem myndavélinni okkar fínu (Canon EOS 20D) ásamt öllum linsunum var stolið eftir innbrotið í íbúðina hér í London fyrir jólin. Þetta eru meira bara svona 'túristamyndir' og engan veginn þær myndir sem ég myndi taka ef ég væri með almennilega vél.

Hér er slóðin á Afríku myndirnar

Hér er svo slóðin á fleiri myndir ef einhver hefur áhuga.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Kvef

Oj ég er kvefuð. Ferlega glatað. Æi kannski ekkert skrýtið þar sem ég hef verið í ansi mismunandi loftslagi síðustu vikur. Fer ekki beint vel með líkamann. Hef heldur ekki getað eldað mat sjálf alltaf og það er yfirleitt ávísun upp á kvef hjá mér. Er kvefuð í vinstri nös og var illt í hálsinum í gær en bara vinstra megin. Hef áður fengið 24 tíma kvef sem fer svo bara svo ég vona að þetta verði ekki langvinnt. Voða drusluleg eitthvað. Hlýt að ná þessu úr mér bara fljótt og vel. Þarf að elda einhverja vítamínbombu.
Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Komin á Klakann

Jæja þá er ég komin á Klakann eina ferðina enn. Ég vaknaði í morgun og mundi ekkert hvar ég var, í hvaða heimsálfu, í hvaða landi, hvort var sumar eða vetur eða hvað. Ok veit að þetta hljómar dáldið eins og ég sé þvílíkur jetsettari en ég var bara eitthvað ringluð, það var allt og sumt. Ég áttaði mig nú samt á því að ég væri á Íslandi þegar ég fékk fyrsta kaffibollann minn hjá Röggu á Kaffitári nammi namm. Það fór ekkert á milli mála hvar ég var.

Ég hélt annars í gær að ég væri að verða eitthvað rugluð. Í flugvélinni í gær hafði ég pantað grænmetismat (þ.e. ef "mat" skyldi kalla) eins og alltaf. Ekki það að ég borði þennan viðbjóð (ég narta í brauðið kannski) heldur geri ég það vegna þess að flugfarið er andskoti nógu dýrt, ég flýg mánaðarlega eða oftar og þeir mega alveg hafa svolítið fyrir mér he he. Allavega. Það stenst nú alltaf að ég fái grænmetið og þegar það klikkar þá skiptir það svo sem engu en í gær var það verra en ekkert. Ég fæ bakkann í hendurnar og byrja að pikka í matinn og hræra í honum, pikka út gular maísbaunir til að narta í eins og ég geri stundum. Þá rek ég augun í langan kjötstrimil, líklega svínakjöt. Það hjálpaði ekki að ég var akkúrat á þeirri stundu að lesa lýsingarnar á því í Alive bókinni þegar þeir voru að skera fyrstu sneiðarnar af vinum sínum eftir flugslysið í Andesfjöllunum. Kjötið borðuðu þeir til að lifa af (þvílík hetjusaga). Þar sem ég dró út langa sneið af kjöti úr mat sem átti að vera úr grænmeti, varð mér dáldið óglatt. Ég ákvað að skila matnum og flugþjónninn var alveg miður sín og sagði að þetta ætti að vera pottþétt og að líklega væri þetta tofu. Þetta var ekki tofu. Tofu hefur t.d. ekki trefjar og er ekki lagsskipt eins og kjöt og það er hægt að brytja það með gaffli. Þetta var ekki strákgreyinu að kenna og hann gerði það sem hann gat og fór og náði í annan bakka. "Nú lítur þetta betur út, þetta er sko alveg pottþétt grænmeti". Hann var voða sætur að gera þetta og ég brosti bara. Ég opnaði bakkann og hrærði aðeins í innihaldinu og þá skutust upp kjötbitar (soldið eins og fingur). Ég lokaði bakkanum og beið þangað til ógleðin fór (var sko enn þá að lesa bókina og þeir voru að lýsa því að þeir væru farnir að grilla mannakjötið til að fá betra bragð) og borðaði svo bara ávextina sem ég hafði tekið með mér. Hefði getað valið mér heppilegri bók en mikið ofboðslega er hún góð, og vel skrifuð líka.

Annars hlakka ég til að fá Jóhannes hingað á föstudagskvöld, við ætlum að hitta marga og það verður nóg að gera.

 

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Mikið var

Jæja mikið var að ég hef tíma til að blogga aðeins. Ég er búin að vera á haus og meira en það síðan ég kom frá Afríku, búin að vera að vinna, þvo þvott, taka til, baka afmælisköku (átti sko afmæli í gær) o.s.frv. Afríkuferðin gekk bara vel og allir komust heilir heim. Þetta var auðvitað mikil vinna, eins og við var að búast en engu að síður gefandi. Við erum búin að henda myndum inn á flickr en við eigum eftir að velja myndir úr þeim til að setja inn á síðuna hans Jóhannesar (þar sem við skrifum um myndirnar). Flickr er meira hugsað sem backup fyrir myndirnar okkar. Það er sem sagt ekkert búið að ritskoða myndirnar :)

Þrátt fyrir mikið annríki náðum við að gera margt skemmtilegt. Til dæmis fórum við í jet ski safari (magnað), Jóhannes og fleiri fóru í köfun og einn daginn fórum við að veiða (áður en hópurinn kom) og ég sólbrann svo illa á ristunum að ég þurfti að vera í sokkum allan tímann :( var samt með sólarvörn og allt. Greinilega ekki nóg. Svo héldum við grillveislu á einkaströnd þegar pabbi átti afmæli 21. apríl síðastliðinn. Kokkarnir á Coconut Cottages (þar sem Stephanie yfirskipuleggjari ræður ríkjum) grilluðu kjöt, fisk, grænmeti og svo var borin fram kaka. Ekki amalegt að geta verið á einkaströnd (engir túristar) í hvítum sandinum, við varðeld, alveg við sjóinn, í golunni, undir stjörnubjörtum himni. Maður getur alveg vanist því allavega.

Það er alltaf jafn gaman að vera í Kenya, það er svo allt, allt öðruvísi en það sem maður á að venjast; fólkið, maturinn, heitt og rakt loftslagið og bara þjóðin sjálf svo framandi og áhugaverð.

Já og ég smakkaði auðvitað helling af góðum mat, bæði á veitingastöðum (t.d. á Nomands, Ali Barbour's Cave og Tamarind) sem og hjá kokkunum á Coconut þar sem við dvöldum áður en hópurinn kom. Ég fékk meðal annars hrikalega góða uppskrift af BBQ sósu sem ég ætla að birta þegar ég hef tíma á vefnum.

Jæja hef þetta ekki lengra að sinni, þarf að fara að hafa mig til fyrir næstu ferð, í kvöld. Það er nú bara Ísland (held ég meiki ekki kuldann samt, er í einhverju bjartsýniskasti að horfa á öll léttu fötin sem ég var með í Afríku og halda að ég geti tekið þau með :()

 

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Hallo

Hallo oll, bara ad segja hallo hedan ur hitanum. Her eru 40 stig og mikill raki. En thad gengur samt vel. Eg er buin ad fara nokkrum sinnum til Mombasa, i gamla baeinn, Johannes er buinn ad fara til Tsavo thar sem thau sau medal annars 4 blettatigra og svo er Borgar i Masai Mara svo fatt se nefnt. Johannes aetlar svo i kofun i dag og eg aetla ad fara med ut a sjo. Thad er mikid ad gera en samt gaman. Allt gengur sem sagt vel og engin ohopp. Sumir eru slappir i maganum en thad er edlilegt i thessum hita thegar folk drekkur ekki nogu mikid vatn og of mikinn bjor. Thad hafa sumir misskilid held eg thegar eg hef sagt ad folk eigi ad drekka nogu mikinn vokva ha ha, eg meinti ekki bjor heldur vatn ;) Thad eru nokkrir ordnir heitir fyrir Kilimanjaro ferd i haust. Svo eru margir gladir med laeknisradid mitt thegar eg segi folki ad drekka 2x staup af koniaki a morgnana eda fernand bracca til ad gera magann goda (og laeknisradid kom fra alvoru laekni, alveg satt). Bestu kvedjur fra Mombasa

Sigrun (og Johannes)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Palmatre, hvit strond, heitur sjor og 32 stiga hiti!

Jaeja, erum i Mombasa, vid strondina, palmatren blakta i golunni og sandurinn er hvitur!!! Svona naestum thvi eins og a Islandi he he. Thad gengur vel, roooosalega heitt og mikill raki en allir hressir. Erum buin ad vera ad skipuleggja allt og svo forum vid ad veida i Indlandshafi i gaer, leigdum bat og veiddum tvo risa fiska sem voru grilladir i gaer og vid bordudum undir fullu tungli og stjornum. Ekki slaemt. Er buin ad snapa nokkrar uppskriftir af kokkinum okkar hja Coconut Cottages thar sem vid erum nuna. Hann eldar geggjadan mat og allt fra grunni audvitad. Hann er heilan dag ad undirbua matinn fyrir kvoldid. Faum svo 200 islendinga i kvold og erum nuna ad undirbua thad a fullu. Vid flytjum okkur svo a hotelin sem vid verdum a, a eftir.

Bara ad lata vita af okkur, allt i godu gengi

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Kaffitár vs Te og Kaffi

Já það er ekkert spurning lengur og enginn vafi. Kaffitár ER betra en Te og Kaffi. Ég er næstum því hætt að venja komur mínar á Te og Kaffi því reynsla mín af kaffinu þar, þjónustunni og viðmótinu er ekki eins góð og af Kaffitár, það verður bara að segjast. Ég fer helst á Te og Kaffi ef ég hef farið einum of oft á Kaffitár þann daginn (skammast mín fyrir að fara of oft). Í fyrsta lagi finnst mér kaffið betra á Kaffitári. Í öðru lagi eru kaffibarþjónarnir á Kaffitár eða Te og Kaffi ekki einu sinni sambærilegir. Maður hefur á tilfinningunni stundum á Te og Kaffi að fólkið sé í einhverri gufu þ.e. það heyri hvorki né sjái mann. Það er oft vonlaust að reyna að ná sambandi við afgreiðslufólk þegar maður sest við borð á staðnum og ef maður vogar sér að biðja um þjónustu er manni sagt að setjast, að einhver komi til að hjálpa manni. Þegar maður leggur fram pöntunina er oft sem barþjónarnir skilja mann ekki alveg (ok oft flókin þegar kemur að pöntunum með mildan, koffeinlausan latte með sykurlausri vanillu, soyamjólk og mikla froðu) en það klikkar aldrei á Kaffitári, aldrei nokkurn tímann og kaffið er alltaf búið til með bros á vör. Kaffibarþjónarnir eru með allt á hreinu og allt gengur eins og smurð vél. Það er bara ekki sama skipulag á Te og Kaffi. Það er einhvern veginn svo skrýtið hvað allt er óskipulagt í framreiðslu því þeir eru búnir að vera opnir núna í meira en ár. Þjónarnir eru alltaf með svolítinn furðusvip á andlitinu, svolítið týndir? Þó þeir eigi úrvals kaffibarþjóna t.d. Njál og Jónínu (sem klikka aldrei) þá eru þau bara ekki alltaf við stjórnvölinn. Gæðin eiga samt sem áður ekki að dala svona skelfilega þó að meistararnir séu ekki á svæðinu, hafa þau ekki heyrt um lærisveina? Í þriðja lagi eiga þau ekki sykurlaus síróp, afar, afar slæmt. Í fjórða lagi get ég ekki annað en kvartað yfir verðinu. 410 krónur fyrir kaffibolla? Kommon. Það er 40 krónum dýrara en á Kaffitári en gæðin síðri? Skil ekki alveg. Í fimmta lagi, hvað er með að geta ekki keypt kaffi í pokum á kaffihúsi sem gefur sig út fyrir að vera með kaffibrennslu? Hellúúúúú. Ég ekki að fatta alveg? Afhverju ætti maður að þurfa að labba yfir götuna, taka upp kortið sitt aftur og borga? Það er bara ekki að virka. Eða mér finnst ekki. Svona bæ ðe vei þá er þetta EKKERT miðað við herfilegheitin á Súfistanum þar sem ég er búin að biðja um koffeinlaust kaffi í 5 ár en aldrei hefur verið orðið við því. HVAÐ ER ÞAÐ eiginlega? Það er ógó fyndið að spyrja dömurnar þar um koffeinlaust kaffi, er eiginlega orðið eins og persónulegur brandari bara. Veit eigandinn ekki að hann er búinn að missa einn traustasta viðskiptavin EVER? Einn latte á dag ER hellings peningur. Vil ekki reikna það því þá hætti ég að drekka kaffi forever en í 5 ár? Fer örugglega hátt upp í ágætan lífeyri sko.

Það er ENGIN tilviljun að þrjú efstu sætin á Íslandsmeistaramóti kaffibarþjóna hafi verið skipuð fólki af Kaffitári. Þeir eru bara betri, svo einfalt er það. Te og Kaffi þurfa að hysja upp um sig. Þangað til, fer ég bara á Kaffitár og held áfram að láta dekra við bragðlaukana mína, nammi namm.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It