Mafíósaundirspil

Mafíósar Hér sjáið þið mynd af tónlistarmönnunum (mafíósunum ítölsku) sem ég var að tala um hérna um daginn. Þeir eru 4 fremstir á efri myndinni. Ég tók myndina beint fyrir utan stofugluggann, ekki amalegt að hafa Suðræna tónlist "live" svona yfir kvöldmatnum og svoleiðis. Þeir skjóta alltaf upp kollinum þegar veðrið er gott eins og það hefur verið að undanförnu, 25 stiga hiti og sól!

Það er ítalskur veitingastaður ská á móti okkur (með rauða skyggninu) og ef maður lokar augunum og þefar út um gluggann þá streymir lokkandi pizzuilmurinn eða girnilegur ilmur af sjávarréttapasta beint í nefið á manni og með svona undirspil þá er voða erfitt að standast freistingarnar, sérstaklega ef maður nennir ekki að elda!!! Það byrja alltaf 4 að spila í hljómsveitinni á kvöldin (og hádeginu) og þeir taka rúnt um hverfið. Svo á einhvern dularfullan hátt hverfur alltaf 1 þeirra inn á Sergios, ítalska staðinn og klappar á magann á sér þegar hann labbar út aftur!

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It