Komin í faðm Bloomsbury

Er lífs (ekki liðin) og ekki búin að gleyma ykkur. Það er eins og innbúið okkar (sem ég SVER að jókst um 20 kassa í flutningabílnum) hafi ælt í stofunni.

Við erum ánægð í íbúðinni, hún er rúmgóð og björt og ég er viss um að ég fer að sjá í gólfið bráðum. Það ættu að vera reglur um eignarhald á drasli....maður ætti bara að mega eiga 5 kassa, ekki meir (nema 2 aukakassa fyrir uppskriftabækur....og fyrir skálar og svoleiðis fyrir myndatökur.......) ok 10 kassa. Eða kannski aðeins fleiri kassa fyrir nestisboxin og muffinsformin. Ok 15 kassa....þið sjáið hvert þetta stefnir.

Það eru kaffihús á hverju götuhorni (í Jóhannesar gæðaflokki, nánar um kaffihúsin síðar) og ég er 3 mínútur að labba í Planet Organic sem er næst-uppáhalds heilsubúðin mín....

Ég er með góðan bakstursofn (líklega aldrei verið notaður) og 12 manna+ uppþvottavél sem ég er eiginlega 2 vikur að fylla (þetta myndi flokkast undir lúxusvandamál).

Það er gott að vera komin í hverfið okkar aftur :)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

barbietec
06. júl. 2011

Glæsilegt! Hlakka til að heyra um kaffihúsin :)

En ég var að fatta, nú er ekkert kirsuberjatré :( eða hvað ?

sigrun
07. júl. 2011

Nei ekkert kirsuberjatré en þeim mun fleiri ávaxtamarkaðir í kring :)....enginn sem stelur af sölumönnunum eins og var gert af trénu mínu :)