Það er auðvelt að blekkja neytendur!!!!

Ég las áhugaverða grein á dögunum í DailyMail. Blaðið er svo sem svolítið slúðurblað en inn á milli slysast ágætis greinar, sérstaklega um heilsutengd málefni. Þeir hlífa engum og í þetta skiptið fékk samlokustaðurinn Pret A Manger að finna fyrir því. Þetta var eiginlega smá sjokk, meira að segja fyrir mig því ég hef alla tíð haldið að samlokurnar þeirra væru heilnæmar og fínar. Ég hef þó ekki verslað við þá að ráði nema einstaka sinnum í gegnum árin. Ég þekki því ekki mjög vel inn á þeirra vörur. Þeir auglýsa mikið að þeir noti ferskt hráefni, engin aukaefni og að allar samlokur séu búnar til á staðnum (sem er mjög flott auðvitað). Ef afgangur er af mat í lok dags gefa þeir hann til þeirra sem minna mega sín (enn þá meira frábært). Mér hefur því alltaf verið svolítið hlýtt til Pret vegna fyrrnefndra atriða. Pret eru sem sagt risa keðja (en byrjuðu smátt) sem selur samlokur, vefjur, baguette, muffinsa, orkubita (svona með muesli og hnetum o.þ.h.), kartöfluflögur, þurrkaða ávexti, poppkorn og fleira. DailyMail ákvað að rannsaka næringarinnihald nokkurra vörutegunda og niðurstaðan var svakaleg. Sem dæmi:

  • Samloka með skinku og osti innihélt fullan ráðlagðan dagsskamt kvenmanns af HITAEININGUM og þ.á.m. 18 gr af mettaðri fitu og 4.25 g af salti (ráðlagður dagsskamtur fyrir fullorðna manneskju er 6 g eða minna).
  • Vefja með andakjöti og Hoisin sósu innihélt 3 teskeiðar af sykri sem er meira sykurmagn en í súkkulaðistöng frá sama fyrirtæki.
  • Tómatssúpan í litlu íláti innihélt 4.5 g af salti sem er bilað magn.
  • Osta- og súrgúrku baguette samlokan innihélt 800 hitaeiningar og 15.6 g af mettaðri fitu og er svipað og í lítilli pizzu frá Pizza Express (keðja) og ekki ósvipað hitaeiningafjölda í Big Mac og frönskum.

Þetta er áhugavert í ljósi þess að fólk setur samasem merki á milli þess sem er ferskt og án aukaefna og þess sem á að vera gott og hollt fyrir mann. Þetta er viðvarandi vandamál á íslenskum veitingastöðum sem auglýsa hollan og góðan mat án þess að nokkur fótur sé fyrir því. Alveg eins og þegar fólk heldur að kjúklingur sem borinn er fram á veitingastað í hollari kantinum sé lífrænt ræktaður (og free range) bara af því hann er borinn fram á svoleiðis stað. Kjúklingurinn hefur hins vegar án undantekninga (á Íslandi) verið alinn upp í búri og þurft að þjást og það illa.

Það er endalaust hægt að blekkja neytendur og Pret A Manger menn eru afar lunknir við að lokka til sín viðskiptavini með fögur fyrirheit um hollustu. Hollustan nær þó bara yfir einn anga en ekki alla.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

gestur Hekla Smith
19. apr. 2011

Jemineini, og ég sem fæ mér alltaf Pret í London af því að
ég hef haldið það hollasta fæðið í stórborginni sem heldur
viktinni í skefjum, hvað geri ég í næsta stoppi???
kærar þakkir fyrir uppskriftirnar þær eru frábærar.
Ég les mikið af upskriftum en fer síðan mínar egin leiðir.
Við maðurinn minn og ég vorum með einhverskonar gigtarkvilla
og búin að hafa í um 2-3 ár. Við Gúgluðum allt um gigt, fórum síðan á svo kallað basist fæði og viti menn,,, allir kvillar voru horfnir eftir 5 daga kúr, nú erum við
meðvituð um magn og hlutföll og hvað skal forðast, meira að segja sumt af gamla hollustfæðinu er horfið úr ísskápnum
í staðin fyrir basist grænmeti og fl.
Kærar þakkir fyrir frábæra uppskriftir.
kv.
Hekla

sigrun
19. apr. 2011

Ok þetta er reyndar (svona til að vera sanngjörn) líklega skársti 'skyndibitinn' í bænum svo lengi sem maður velur ekki þessar samlokur sem eru verstar. Það er hægt að fá tiltölulega magrar samlokur hjá þeim líka. Allar súpurnar eru heldur ekki svona mikið saltar svo maður þarf eiginlega að skoða hverja vöru vel.