Frétt af Doktor.is: "Athugasemdir við umfjöllun um sykur í Kastljósi 13. mars"

Rakst á þetta á netinu. Er svo sammála þessu og einmitt það sem ég var að röfla um hérna fyrir einhverju síðan. http://www.doktor.is/frettir/skodafrett.asp?fid=5110

Svona hræðsluáróður virkar ekki og er eingöngu til þess fallinn að fæla fólk frá hollari lífsstíl. Það er svo sannarlega hægt að njóta matar og njóta lífsins þó maður borði hollt. Ég er á móti sykri auðvitað en mér finnst í lagi að nota ávaxtasykur, hunang, byggsíróp, malt byggsíróp, döðlusíróp og Agave. Svo nota ég líka Xylitol en ekki mikið reyndar þar sem það getur farið illa í magann á fólki. Allt hækkar þetta blóðsykurinn lítið og vinnst vel í líkamanum. Hvað ég nota af þessu fer eftir því hvað ég er að búa til hverju sinni. Ég nota líka strásætu en nota alltaf eins lítið og ég get. Eins og ég hef sagt samt milljón sinnum þá er strásæta ekki eitur og ekkert hefur komið fram síðustu 20 árin sem bendir til þess að fólk hafi orðið mikið veikt eða látist af notkun þess. Jú einhverjar rottur kannski urðu slappar við að borða kíló á dag í nokkrar vikur en maður yrði veikur af hverju sem er í svona miklu magni. Við erum heldur ekki rottur. En já sem sagt með smá skynsemi þarf maður aldrei þennan hreina hvíta sykur sem er sá versti fyrir mann en getur samt búið til dísætar kökur o.s.frv.

Er fegin að sjá staðfestingu á því að mín stefna og mín sjónarmið í mataræði virðast vera rétt þ.e. allavega ekki alveg út úr kú :)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It