Góð grein á íslenskt.is

Fékk þassa áhugaverðu grein senda til mín af íslenskt.is (íslenskt grænmeti) og ég er svooo sammála því sem kemur fram í henni um sykurneyslu barna:

http://www.islenskt.is/?webID=1&i=4&s=17&f=view&id=391  

Mér blöskrar alveg rosalega hvað fólk á auðvelt með að gefa börnum sínum sælgæti. Ég hef svo oft séð foreldra gefa börnum sínum sem eru jafnvel innan við árs gömul súkkulaði og ís (ekki bara eitt dæmi heldur þúsund). Það er klárt mál að barnið bað ekki um það þar sem það hefur ekki einu sinni vit á þessu enn þá. Þetta eru svakalega slæm skilaboð varðandi heilsu og mataræði og ekki gott veganesti í lífið.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Alma María Rögnvaldsdóttir
02. feb. 2006

Sæl Sigrún

Ég datt inn á síðuna þína í morgun þegar ég var að leita að hollustu eins og oft áður.

Að sjálfsögðu búin að skrá mig á póstlistann líka. Það sem mér fannst skemmtilegt var að sjá þetta blogg hjá þér þar sem þú ert að vitna í grein sem ég skrifaði. Skemmtileg tilviljun :)

Hlakka til að fylgjast með síðunni þinni í framtíðinni.

CafeSigrun.com
02. feb. 2006

En skemmtilegt!!! Þetta var líka frábær grein, hlakka til að lesa meira eftir þig!!!

Margrét Ögn Stefánsdóttir
05. feb. 2006

Sæl Sigrún! Vildi bara hrósa þér fyrir frábæra síðu sem að ég setti sko strax í favorit hjá mér. Eg hef lengi verið að leita af góðri síðu sem bíður upp á uppskriftir með góðum heilsuréttum og þessi er sko alveg frábær, á eftir að prófa margt úr henni og mun fylgjast vel með. Kveðja Margrét