Lottóvinningurinn

Já við unnum í lottóinu. Við keyptum auðvitað miða því ég átti jú lukkupening. Þar sem lottóvinningurinn var orðinn 80 milljón pund og þar sem við hefðum alveg verið sátt við svo sem eins og 1/80 af því (samt 108 milljónir sko) þá grunaði mig ekki annað en að við myndum vinna í lottóinu. Við unnum jú, vorum rosa spennt, komin með 1.....2.....3 rétta en nei það varð ekki meira. Þvílík vonbrigði :( Við vorum samt vongóð um að fá alveg nokkur hundruð pund fyrir þrjá rétta... en sáum svo seinna að líkurnar á því að fá 3 rétta er 1:39 svo þið getið ímyndað ykkur hver upphæðin var. Heil 5 pund eða álíka.

Erum annars búin að panta ferðina til Mombasa í Apríl. Jóhannes pantaði beint flug fyrir okkur þann 7. apríl - 22. apríl frá London til Mombasa, frábært að fá beint flug og þurfa ekki að skipta í Nairobi (þó ég hefði annars verið til í að skreppa á kaffihús og svona).  Mér skilst að sé orðið fullt í ferðina hjá Borgari og Elínu http://www.uu.is/serferdir/kenya. Svo er Jóhannes óðum að verða tilbúinn í Mt. Kenya ferðina http://www.afrika.is/Pages/TripInfo.aspx?id=12 Mikil tilhlökkun þar.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
23. jan. 2006

hí hi ég er komin með flugmiðann til Mombasa svo ég er aðeins á undan þér til hamingju með lottovinninginn ég fékk 2000 kr á jokerinn gott að safna svona pening fyrir Afrikuferðinni ( eða þannig ) tekur kannski langan tima ef upphæðin er ekki hærri kv mamma.