Stóri dagurinn

Já, ég man ekki hvort ég var búin að segja að ég fer í aðgerðina 8. desember. Væri svo sem ekki í frásögu færandi nema af því að það á að LOKA spítalanum mjög fljótlega. Ætli verði ekki lokað á eftir mér bara, ég gæti alveg verið síðasti sjúklingurinn, verður skellt í lás á eftir mér. Ætli húsvörðurinn framkvæmi ekki aðgerðina, allir læknar farnir. Það er verið að sameina og samræma alla spítalana hérna í kring (sem eru um 15 talsins í 1 km radíus) og þeir flytjast allir í nýju bygginguna hérna rétt hjá. Er voðalega svekkt yfir því að vera ekki á nýja spítalanum því það er nógu auðvelt að fá alls kyns sýkingar á nýjum, breskum spítölum, hvað þá gömlum. Oj.

Annars fékk ég mjög gagnlegt blað frá hjúkkunni um daginn sem á stóð meðal annars:

Við hverjum má búast eftir aðgerðina: Efst á lista, undirstrikað og feitletrað var þetta:

PAIN

En gaman :(

Spítalinn er annars bara hérna 5 mínútum frá íbúðinni okkar, alveg spurning með að fá lánaðan hjólastól bara. Það er of langt að labba eftir aðgerðina en samt of stutt að taka leigubíl. Sainsburys er beint á móti, kippum kannski bara innkaupakerru með.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It