Gestir og gangandi

Jæja þá eru gestirnir okkar gengnir upp að hnjám eftir London. Sigrún, Freysi og Máni Freyr eru búin að gera margt og mikið, fara í Hjólið, í Sædýrasafnið, skoða Big Ben og þinghúsið, fara á mörg kaffihús meðal annars Vergniano til að fá góðan espresso og Starbucks þar sem þau drukku eggnog og Toffee Nut Latte. Þau eru líka búin að kíkja í búðir, sjá jólaljósin á Regent Street og í gær fórum við á Gili Gulu (færibandasushistaðinn góða). Við höfum eigendur staðarins grunaða um að vera að fylgjast með Jóhannesi og hans áti, allavega var færibandið alltaf tómara okkar megin en hinu megin. Ok þeir höfðu kannski ekki við Jóhannesi. Á föstudagskvöld fórum við svo á Rainforest Cafe sem er veitingastaður/ævintýraheimur fyrir krakka. Þar er áhersla lögð á dýr og frumskóginn og var Máni duglegur við að klappa fílunum (úr plasti reyndar) og klappa górillunum (líka úr plasti). Maður þarf víst ekki mikið hugmyndaflug þegar maður er lítill til að ímynda sér að þetta sé lifandi dýr í alvöru frumskógi. Voða gaman að fara með krökkum á þennan stað.

Í kvöld fengu Sigrún og Freysi svo kaffinámskeið hjá Jóhannesi þar sem hann sýndi þeim taktana við kaffivélina sína og hvernig á að búa til gott espresso. Ég reyndi að búa til kaffi en mistókst eiginlega, ég var of óþolinmóð, eins og alltaf.

Á morgun fara svo Sigrún og Freysi og þá er ansi stutt í að við förum til New York, aðeins 3,5 dagar!!! Við hlökkum mikið til.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
14. nóv. 2005

Hæ Þú sendir fólkið uppgefið heim en ég veit hvað er gaman að fara svona með ykkur vonandi verður ferðin ykkar góð kv mamma.

Anna Stína
15. nóv. 2005

Have fun in NY !! Vildi geta verið með ... ykkur til halds og trausts ... he he he

Sigrun
16. nóv. 2005

Já, værum nú alveg til í að hafa leiðsögumann sko!!!