Eins og litlu börnin

Við keyptum langþráða flík í gær. Við keyptum síðerma ullarbol fyrir mig til að vera í þegar mér er kalt (alltaf). Mmmmm þetta er Merino ullarbolur (Merino er hlýjasta ull sem til er, meiri einangrun í henni en t.d. íslenskri ull), eitthvað hlýrri rollur en þessar íslensku.

Nú er ég sem sagt eins og litlu börnin, í stingubol (stingur reyndar ekkert mikið, frekar mjúkt bara) en mér var samt ekkert svo hlýtt í dag þegar við vorum að labba um London. Veit samt að mér hefði verið kaldara ef ég hefði ekki verið í honum sko. Ef að græni North Face dúnsvefnpokinn minn væri ekki svona fínn þá myndi ég klippa göt á hann fyrir hendurnar og labba um ens og græn lirfa um alla London.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Sólveig Finnsdóttir
24. okt. 2005

það fást frábær ullarföt í Fjarðark ( reyndar fyrirbörn ) en samt kannski eru þau nogu stór fyrir þig, ermalangarullarskyrtur, frábært fyrir þig kv m