Eggnog og gallabuxur

Veiiiiiiiii Eggnog Latte-ið er komið á Starbucks. Veiiii veiii veiii. Þetta er sennilega það óhollasta sem fer innfyrir mínar varir en einu sinni á ári er mér alveg sama. Þetta er það besta í öllum heiminum. Að drekka Eggnog Latte á Starbucks í London meðan borgin býr sig undir jólin með jólaljósum og skreytingum er bara undursamlegt. Ég get reyndar drukkið bara svona hálfan bolla og þá er ég eiginlega orðin södd sko :( en það er allt í lagi. Tók mynd á símanum hans Jóhannesar af fyrsta Eggnog bolla vetursins. Myndin er ekkert æðisleg svo sem en gefur samt vonandi tóninn. Ég set reyndar á mig takmörk sko, annars færi illa. Ég fæ mér Eggnog um helgar og svo kannski 2var í viku en ekki meir. Öllu má ofgera sko.

Eggnog Latte á Starbucks
(Eggnogið er í stærri bollanum). Myndin er tekin á Starbucks á Warwick Street í Soho í London, svona eiginlega einn af uppáhalds Starbucksstaðnum mínum.

Já dagurinn í gær var merkilegur fyrir aðra ástæðu (fyrir utan að vera fyrsti vetrardagurinn og allt það) þá dró Jóhannes mig í búð og lét mig kaupa á mig gallabuxur. Já sko hann er búinn að vera að rífast í mér í marga mánuði um að kaupa gallabuxur og ég lét loksins undan honum. Keypti rosa fínar gallabuxur í Esprit (Esprit er alveg dúndur fín búð) og þær eru bara rosa flottar. Þoli ekki hvað Jóhannes veit alltaf hvað passar mér best og hvað mig langar í og svoleiðis án þess samt að ég viti það. Þetta er einhver dulinn hæfileiki hjá honum. Hann hittir alltaf naglann á höfuðið. Ég er sem sagt ánægð með gallabuxurnar og á eftir að kaupa mér fleiri. Hef ekki átt gallabuxur í 10 ár sko, ekki síðan ég fékk gallabuxur frá Svani bróður sem höfðu farið í gegnum Suður-Ameríku þvera og endilanga í einhverja mánuði (án þess að vera þvegnar grunar mig) og voru svo snjáðar að þær voru eins og blað og heldur ekki síðan ég fékk aðrar buxur gefnar af Atla Ragnari vini mínum. Var mikið öfunduð af þeim buxum (og ekki síst leðurjakkanum sem hann gaf mér líka). Alveg spes hvernig mér hefur áskotnast gallabuxur í gegnum tíðina. Ég átti líka æðislegar Naf-Naf gallabuxur í kringum fermingu, voru með svona rúskinnsrönd á vösunum og gullplötu aftan á. Þær voru geðveikar sko. Púffjakkinn sem ég keypti í sömu verslunarferð var það hins vegar ekki *roðn*

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Jóhannes
22. okt. 2005

Jájá, bara verið að skrifa um gamla flamma og alveg án þess að maður fái að ritskoða þetta og hafa stjórn á neinu...

Sigrun
22. okt. 2005

He he, vertu ekki að væla þetta kall

Sólveig Finnsdóttir
23. okt. 2005

eggnog er æðislegt ég hef bara smakkað það í Canada getur þú ekki fengið uppskrift af þvi ???

kv mamma

Anna Stína
23. okt. 2005

HA ? Frábært - kemur vonandi með þær heim til Íslands til að sanna mál þitt - nema tekin hafi verið símamynd !! Ha ha ha ha Kveðja Anna Stína