Mennirnir og hálsrígurinn

Já þetta er ekki gott afspurnar. Eftir síðustu tvær flugferðir mínar hafa menn labbað út úr flugvélinni með hálsríg eftir að hafa verið nálægt mér :) Hljómar kannski verr en það er í raun sko. Málið er að síðustu tvö skiptin (annars vegar á leiðinni út til London síðast) og núna heim til Íslands sátu þessir menn við hliðina á mér og blöðruðu allan tímann. Annar þeirra, sá fyrri átti sæti við hliðina á mér og hann blaðraði allan tímann um heima og geima, mjög skemmtilegt að heyra álit hans á Íslandi sem hann dýrkar. Við Jóhannes hittum hann svo í síðustu viku og hann gaf okkur ljósmyndir sem á síðar að selja í mjög takmörkuðu upplagi fyrir fúlgur fjár eins og hann sagði sjálfur. En ég var búin að segja ykkur frá þessu öllu saman.

Á Heathrow núna síðast gaf sig á tal við mig ungur maður sem spurði mig hvort ég væri íslensk (ég var á kafi ofan í bókinni minni) og játti ég því. Af minni alkunnu félagslyndi sagði ég ekki meir og hélt áfram að lesa, fannst reyndar skrítið að hann hefði vitað að ég væri íslensk (sá það á bókinni minni). Svo kom í ljós að hann átti sæti í 19F og ég í 19A og þar sem sætið var hinu meginn við ganginn, ákvað hann að færa sig og setjast við hliðina á mér. Ég er hætt að fá frið til að lesa bækur lengur :( Hann rabbaði líka um heima og geima og var að koma til Íslands í fyrsta skipti eftir að hafa langað í mörg ár. Hann var Ástrali og fannst ægilega spennandi að fá að vita allt um land og þjóð, búinn að ferðast út um allan heim nánast. Í annað skipti á mánuði þurfti ég því að þylja upp allt sem ég vissi um Klakann. Í lok ferðarinnar sagði hann alveg eins og Bretinn sagði "Úff ég er kominn með hálsríg af því að tala svona lengi við þig" (vorkenni þeim ekki neitt, þeim er nær að tala svona mikið). Þetta var svo sem skemmtilegur strákur og við hittumst á Kaffitár daginn eftir þar sem ég þurfti að sjálfsögðu að fá að vita svarið við "Há dú jú læk æsland). Það var fínt og "hí læks æsland verí möts" nema finnst Íslendingar helst til brjálaðir á skemmtistöðunum.

Það er gaman að kynnast fólki auðvitað en ég hef ekki verið dugleg við að gera mikið af því, vil yfirleitt vera látin í friði með bókina mína, mér leiðist yfirleitt fólk svona almennt eins og flestir vita sem mig þekkja og finnst yfirleitt tímaeyðsla að tala við fólk sem ég þekki ekki mikið. Ég hef samt tekið þá afstöðu að vera ekki eins brjálæðislega afundin ef ég er spurð út í land og þjóð eins og ég hef hingað til verið og reyna að vera landi og þjóð ekki til skammar :) Það virðist vera skilti á mér þessa dagana sem segir eitthvað varðandi þessa nýju stefnu mína, a.m.k. eru tveir menn með hálsríg eftir mig og ein stúlka fékk fyrirlestur um Ísland, hvað ætti að varast, hvað væri skemmtilegt að gera o.s.frv. síðast þegar ég var á Heathrow.

Kannski að maður kynnist einhverjum milljarðarmæringi sem vill endilega arfleiða mann að öllu sínu (bara svona af því maður er svo skemmtilegur). Þá má maður náttúrulega ekki vera eitthvað fúll sko.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Craig Byrne
05. okt. 2005

Hi,

All I can understand from your story is "19A", so it must be about me!! haha, cool!

Once again, it was great to meet you :) ... and thanks for all the info about hotdogs, northern lights, fireworks, Icelandic forests, decaffeinated coffee and Sigur Ros (I think, if they come to London i'll go to their concert).

Bless!

Craig