Besta tárið

Verð að segja ykkur. Ég fékk besta kaffibolla sem ég hef á ævinni fengið í gær. Það vildi svo til að ég var á bíl (fékk lánaðan vinnubílinn hans Smára bróður) og ég ákvað að kíkja í Kringluna til að kaupa cheerios og svoleiðis handa Jóhannesi. Ég þurfti að sjálfsögðu að fá mér kaffi líka. Ég fór sem sagt á Kaffitár og fékk mér mildan, koffeinlausan (Jóhannes segir að ég eigi frekar að biðja um vatn eða mjólkurbland he he) da vinci með 1/2 skammti af English Toffee. Það var HRIKALEGA gott. Þetta er það sem ég fæ mér alltaf sko en þessi bolli var bara fullkominn. Það var allt eins og best verður á kosið. Kaffið var mátulega heitt, það var dásamleg micro froða sem blandaðist fullkomlega við kaffið (lá ekki bara ofan á), latte-listin (mynstrið í froðunni) var fullkomin líka. Verst að ég sá ekki hver gerði kaffið, kannski ágætt, hefði annars kysst viðkomandi.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It