CafeSigrun í Mogganum í dag

Já það var aldeilis gaman að skoða Moggann í dag. Í Heilsublaði Moggans (aukablað) er heilsíðuumfjöllun um CafeSigrun, tilurð vefjarins og ástæður. Ég fékk fullt af spurningum í tölvupósti og svo sendi ég nokkrar uppskriftir líka. Ég er reyndar titluð sem Sigrún Thorsteinsdóttir en ekki Þorsteinsdóttir. Það er allt í lagi. Ég nefnilega skrifaði aldrei fullt nafn í tölvupóstinum heldur fór það alltaf undir Thorsteinsdottir svo það er ástæðan.

En þetta er alveg rosa skemmtileg umfjöllun og sem betur fer er ekki mynd með því ég væri eflaust hötuð á kaffihúsum landsins annars he he. Þeir báðu um mynd en þeir báðu of seint og ég var alveg sátt við það. Ekki amalegt að fá heilsíðu auglýsingu í Mogganum, í lit, ókeypis! Enda hefur ekki stoppað umferðin á vefinn og margir búnir að bætast við á póstlistanum.

Ástæðan fyrir því að þessar uppskriftir voru birtar en ekki einhverjar aðrar var sú að ég átti bara myndir af þessum uppskriftum (er að safna myndum af uppskriftunum) og því voru þessar myndir aðeins í boði. Hefði viljað setja aðrar uppskriftir inn en það verður að hafa það.

Ef þið hafið áhuga á að nálgast greinina þá get ég sent hana á PDF formi.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

hrundski
04. sep. 2005

hei frábært alveg. til lykkkkke!!

Nú er ég að drepast úr forvitni endilega senda mér greinina :)