Gæði heimsins og misskipting þeirra

Mér finnst svo, svo rangt hvað gæðum heims er misskipt. Þetta er sérstaklega kaldranalegt þegar maður er í líkamsræktinni, að hlaupa, eða á stigvélinni, í róðravélinni eða hvað sem er og horfir í sjónvarpinu á ákall til dæmis frá Niger í Vestur-Afríku og sveltandi börn eru sýnd í sjónvarpinu. Fyrir 30 pund er hægt að fæða 7 fjölskyldur í 2 mánuði. Það að vera meðlimur í ræktinni kostar 60 pund á mánuði fyrir 1, sem sagt 120 pund fyrir mig og Jóhannes. Það væri því hægt að fæða tæpar 30 fjölskyldur fyrir þann pening í 2 mánuði. Peningur fyrir einum kaffibollafrá Starbucks væri nægur til að gefa um 20 börnum lyf. Svo er líka svo átakanlegt að vita af því að við séum að reyna að brenna fitu á meðan fólkið er að svelta til dauða, sérstaklega börnin. Svo er ég að kvarta yfir biðlistum. Það þýðir víst ekki að loka bara augunum. Ég ætla að styrkja málefnið í dag.

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It