U2 er BESTA hljómsveit í heimi

Jæja þá eru tónleikarnir búnir. Þetta voru magnaðir tónleikar. Ekki eins sérstakir auðvitað og tónleikarnir í Slane Castle, Írlandi 2001 (enda mjög, mjög sérstakir U2 tónleikar eins og ég hef áður skrifað um og eru taldir með bestu U2 tónleikum frá upphafi, og ekki bara af mér heldur U2 fræðingum og gagnrýnendum) en magnaðir engu að síður. U2 er líka besta hljómsveit í heimi. Það er ekkert vafamál þar á ferð. Bara svo það sé alveg á hreinu.

Við lögðum af stað að heiman (sko í London), ég, Jóhannes, Smári bróðir og Anna Stína konan hans í rúmlega 30 stiga hita. Við vorum mest hrædd um að lestarteinarnir myndu bráðna eins og gerist nokkuð oft (ok bráðna kannski ekki en beyglast illa í svona hita) og að við myndum verða strand á leiðinni og missa af tónleikunum. Hefði leigt þyrlu til að komast á áfangastað. Við tókum lestina til Richmond þar sem við tókum strætó út að leikvanginum. Hitinn í strætó hefur verið svona 40-45 stig og allir að bráðna. Það lak af öllum svitinn enda hitinn nánast óbærilegur. Við komumst svo loksins, í föstu formi (tæplega þó, vorum eiginlega fljótandi) og við okkur blasti risa, risa leikvangur (notaður fyrir Rugby svona yfirleitt) og tekur um 70 þúsund manns. Við vorum öll svo uppþornuð eitthvað (ég var samt búin að drekka tæplega 3 lítra af vatni það sem af var dags) að okkur langaði öll í salt, flögur, nachos, franskar, bara eitthvað með salti í. Við Jóhannes fundum samt ekkert með salti í. Svona saltþörf grípur okkur afar, afar sjaldan bara svo ég taki það fram en hitinn var bara svo mikill og við búin að svitna til helvítis.

Lagalistinn var mjög góður, mjög flott blanda af gömlu og nýju, ekkert lag sem ég saknaði nema kannski Mysterious Ways sem er eitt af uppáhalds U2 lögunum mínum (fyrir utan reyndar svona 30 önnur lög eða 40, eða 50, eða 60). Þeir tóku meðal annars With or Without You sem er óvenjulegt að þeir taki á tónleikum (tóku reyndar í Slane Castle 2001) og það er alltaf magnað, sama hvar maður heyrir það.

Þeir keyrðu hratt í gegn og stemmningin var rosaleg. Svo mikil að þakið fyrir ofan okkur dúaði undan fólkinu sem var fyrir ofan. Við erum að tala um stál og steypu og mér stóð ekki á sama á tímabili. Já svo valdi Bono píu úr fjöldanum fremst og dró hana upp á svið. Bono faðmaði hana og kjassaði og vangaði við hana hálft lagið. Stelpugreyið var í hálfgerðu losti. Spáið í hvað hún er heppin með umræðuefni í partíum næstu 60 árin eða svo! Aumingja sú sem var fyrir aftan hana eða við hliðina á henni. Spáið í höfnuninni. Mesta höfnun EVER. Hefði ekki lifað það af. Kannski eins gott að ég var bara uppi einhvers staðar. Hefði ekki afborið það ef einhver pía hefði verið dregin fram fyrir mig. Hefði grenjað.

Setti hérna inn 2 myndir (tók þær reyndar ekki sjálf)

Magnaðir U2 menn.

Frábærir tónleikar. U2 menn í stuði.

En já hér kemur lagalistinn.

Lagalistinn frá 19. júní Twickenham

  • Vertigo
  • All Because Of You
  • The Electric Co (+ Bullet With Butterfly Wings/I Can See For Miles)
  • Elevation (+ smá bútur af Hot in Herre, enda var HEITT)
  • New Years Day
  • Beautiful Day
  • I Still Haven't Found
  • Who's Gonna Ride Your Wild Horses (var víst ekki á upprunalega Vertigo lagalistanum en var alveg hrikalega flott)
  • City Of Blinding Light
  • Miracle Drug
  • Sometimes You Can't Make It On Your Own (bara, bara, bara brilliant)
  • Love And Peace Or Else
  • Sunday Bloody Sunday
  • Bullet The Blue SKy (ásamt bútum úr Please, When Johnny Comes Marching Home, The Hands That Built America. Mjög flottur taktur í laginu, virkilega þétt)
  • Running To Stand Still (ásamt afmælissöng handa Aung San Suu Kyi mannréttindabaráttukonu sem varð 60 í gær + bútur úr Walk On (lag sem var upprunalega samið handa henni)
  • Pride
  • Where The Streets Have No Name
  • One (Bono tileinkaði Bob Geldof þetta lag ef ég hef ekki rangt fyrir mér)

Uppklapp

  • Zoo Station
  • The Fly
  • With Or Without You
  • Yahweh
  • Vertigo

U2 er BESTA hljómsveit í heimi!!!!

P.s. Ívar og Erling, ég vona að þið hafið skemmt ykkur vel :)

Senda á facebook   Senda uppskriftina á twitter   Pin It  

Ummæli

Anna Stína
23. jún. 2005

Góður flokkur !! Takk fyrir síðast og takk fyrir okkur. Við skemmtum okkur mjög vel og höfðum mjög gaman af að koma til ykkar - mér þætti samt allt í lagi að menn kæmu aðeins betur undirbúnir á svona stórt show ;-) Sjáumst eftir nokkra daga - kv. AKM

Sigrún Þ
23. jún. 2005

Hey! Ekkert svona bögg sko. U2 ER besta hljómsveit í heimi og það verður ekkert rætt meira hí hí :)

Takk fyrir komuna!

Erling
04. feb. 2012

4.feb. 2012(næstum 7 árum síðar) asnaðist ég loksins til að fletta upp á blogginu þínu frá þessum tíma...betra seint en aldrei!
Já við skemmtum okkur sko vel, við lifum ennþá á þessum tónleikum, þetta var alveg geggjað, eins og þú lýsir svo vel hér.
Þakka þér alveg kærlega fyrir að bjarga okkur með miðana :-)

sigrun
04. feb. 2012

Hahahahhaaha brilliant, betra er seint en aldrei....mín var ánægjan :)