Ummæli notenda

Þessi síða er hugsuð sem eins konar gestabók þ.e. ef þið hafið eitthvað að segja um vefinn eða matinn eða eitthvað annað. Ef þið hafið spurningar um vefinn, uppskriftirnar, innihald, aðferðir eða annað getið þið skoðað spurt og svarað en ef þið finnið ekki það sem þið leitið að þar, er best að senda mér fyrirspurn. Þessi síða er sem sagt ekki ætluð fyrir umræður eða spurningar.

Öll fallegu ummælin frá ykkur gleðja mig mikið. Stundum, ef ég er að klóra mér í höfðinu yfir því hvers vegna ég sé að þessu öllu saman, les ég þau yfir og verð svo glöð og jákvæð að ég get ekki annað en fyllst orku sem aftur skilar sér í fleiri uppskriftum og betri vef! Það má segja að ummælin séu eins og eldsneyti sem ég sæki í reglulega til að fylla á orkutankinn minn!

Fyllið inn í formið hér að neðan og það sem þið skrifið mun birtast fljótlega á síðunni! Ég svara ekki ummælunum en ég les þau að sjálfsögðu öll og brosi yfirleitt út að eyrum

Ummæli

alva ævarsdóttir
06. jan. 2008

Sæl Sigrún og takk fyrir síðuna þína. Ég las um hana í Vikunni og er alveg orðlaus yfir þessu hjá þér, alveg hreint yndisleg síða og svo aðgengilegt allt á henni, fróðleikurinn og uppskriftirnar. Enn og aftur takk fyrir.

Anna María
05. jan. 2008

Hæ hæ

Vildi bara þakka fyrir frábæran vef. Ég hef nú en sem komið er bara nýtt mér uppskriftir fyrir smáfólkið, þarf að fara demba mér í hinar uppskriftirnar. Er að byrja að gefa einni að borða, alltaf eitthvað svo flókið svona í fyrstu. Frábært að geta kíkt hingað.

Takk takk

Gurra
04. jan. 2008

Sæl Sigrún.

Mig langaði bara að þakka þér fyrir frábæra síðu og gott framtak. Ég er eins og þú 99% grænmetisæta og vil helst ekki borða neitt annað en grænmeti. Mig vantar oft hugmyndir og góðar uppskriftir og sé nú að þær verða aðgengilegar á vísum stað!

Þorsteinn Gunnarsson
11. des. 2007

Sæl vertu. Fékk ábendingu í dag, frá dóttur minni, um þessa síðu og þó svo að ég sjái nú ekki um baksturinn á heimilinu þá rak forvitnin mig inn. finnst mér síðan frábær. Einföld, snyrtileg, smart og hraðvirk. Eitthvað sem alltof fáir hugsa um. Enn og aftur til hamingju með frábæra síðu.

Friðgerður Baldvinsdóttir
01. des. 2007

Fæ alltaf póst frá Sollu og þar sá ég þessa heimasíðu.

Alveg frábært að fá allar þessar uppskriftir.

Hafðu þökk fyrir.

KV/Friðgerður

Ísafirði.

Anna Magnúsdóttir
27. nóv. 2007

Sæl og blessuð Sigrún!

Enn eru jól og þá leita ég í smiðju til þín. Í fyrra bakaði ég jólakökuna með ensku ívafi og nú verða engin jól nema baka hana. Fleiri uppskriftir verða prófaðar í ár og er ég búin að prenta út konfekt og smáköku uppskriftir og hlakka til að smakka þær.

Mig langar að þakka þér kærlega fyrir frábæra þjónustu og faglega unnar uppskriftir.

Kærar kveðjur,

Lóló.

Emma Vilhjálmsdóttir
26. nóv. 2007

Frábær síða hjá þér! Fróðlegt að lesa hugleiðingarnar um matarvenjur og uppskriftirnar ætla ég að fá að nýta mér :)

Takk fyrir upplýsingarnar :)

kv. Emma

CafeSigrun.com
23. nóv. 2007

Melkorka...þú ert örugglega skyggn :) Á meðan þú varst að skrifa kommentið, var ég sennilega að ýta á 'opna jólaflokk' hnappinn :) Ég opnaði hann bara rétta áðan! Ég er að fara að bæta við fleiri jólauppskriftum (senda á póstlistann) mjög fljótlega!

Melkorka
23. nóv. 2007

Ég bíð spennt eftir jóla uppskriftaflokkinum. Verður hann ekki núna eins og fyrir síðustu jól?

Ásdís
22. nóv. 2007

Sæl

Vildi bara segja hvað mér finnst þessi síða frábær. Er með glúteinóþol og verið í vandræðum með að finna mér fjölbreytt fæði og þar með talið kökur og sætindi. Verið leiðinlegt að geta ekki fegnið sér neitt.

Bestu kveðjur

Anna Stína
14. nóv. 2007

Hæ skvís - missti af þér í gær - greinilega álíka busy í okkar vinnum !

Vildi bara segja "hafðu það gott í London-vona að þú njótir þess".

Bestu kveðjur frá okkur öllum :-)

Inga
13. nóv. 2007

Sæl Sigrún

Ég var að kynnast síðunni þinni um daginn og fynnst hún alveg frábær. Reyndar svo frábær að mig langar til að nota uppskrift í hönnun sem ég er að vinna að. Geturðu haft samband við mig svo við getum rætt um það?

Inga

Anna Kristín
06. nóv. 2007

Sæl Sigrún,

Takk fyrir þessa frábæru síðu. Ég hef öllu jöfnu borðað tiltölulega hollan mat í gegnum tíðina en var farin að finna fyrir því að mig skorti hugmyndaflug sem og tíma til að finna út úr uppskriftum. Þessi síða þín hefur algjörlega umbylt matarmennignunni á mínu heimili þ.e. ég finn uppskriftir hjá þér sem eru einfaldar, bragðgóðar og ekki kemur að sök að oft á ég allt til í þær heimavið en hefði aldrei áttað mig á hvernig ég gæti komið þessu heim og saman án þinnar aðstoðar. Kæar þakkir.

Anna Kristin og fjölskylda

Selma Guðnadóttir
30. okt. 2007

Sæl Sigrún,

Takk fyrir síðast í Naivasha vonandi var túrinn til Zansibar frábær. Frábær síða hjá þér og gaman að geta eldað eitthvað af þessum góða mat sem við fengum í Kenya.

Kveðja, Selma

Guðbjörg Garðarsdóttir
24. okt. 2007

Mér var bent á þessa síðu og vil í framhaldinu til að þakka kærlega fyrir þetta flotta framtak. Ég mun örugglega notfæra mér þennan fróðleik og fjölskyldan mun fagna góðri tilbreytingu

í matargerð.

Kveðja Guðbjörg G

Sara
18. okt. 2007

Uppáhalds fiskisúpan mín

Upprunaleg uppskrift:

500 gr þorsksflök (má nota annan ljósan fisk)

1 búnt vorlaukur

2 paprikkur

1 tsk engifer rifinn fínt

1 líter súpukraftur

1 dós kókosmjólk létt

Mín´og betri útgáfa (samkvæmt mér)

500 gr þorsksflök (má nota annan ljósan fisk)

3 paprikkur (ein græ, tvær rauðar)

1 tsk engifer rifinn fínt

1 líter heimagerður kraftur (olía með uppáhaldskryddunum: smá hing (austurlenskt krydd), paprikukrydd, chili, cayennapipar, salt og pipar. Magn af hverju og einu fer eftir smekk en athugið að allt eru þetta bragðmikil krydd.

1 dós kókosmjólk (ég nota ekki létta)

Ég tek út allan lauk í matnum, því hann fer illa í mig og enn hef ég ekki fundið lauklausan súputening. Allir súputeningar sem ég hef prófað finnst mér vondir og einnig hef ég orðið fyrir vonbrigðum af að pantamér súpur á fínum veitingahúsum vegna súputeningabragðsins.

Sæl Sigrún

Ég heiti Stefán Pétur Sólveigarson og er hönnuður.

Þessa stundina er ég að gera litla uppskrifta spilabók

sem heitir Veiðimann.

Þetta eru stærri gerð af spilum með 17 fisktegundum og

uppskriftum fyrir hvern fisk.

Fyrir tilviljun rakst ég á "ferskur túnfiskur og eggjanúðlur"

uppskriftina þína á síðunni þinni.

Á öllum hjörtunum í spilinu eru heilsusamlegar fisk uppskriftir

og frábært væri ef ég mætti nota hana á eitt spilið í stokknum.

Að sjálfsögðu verður þín getið neðst á spilinu sem

gefandi uppskriftarinnar.

Eða ef þú vilt auglísa fyrirtækið eða heimasíðuna þá gæti

gefandinn allt eins verið annað hvort.

Endilega hafðu samband ef þú ert jákvæð.

Kær kveðja

Stefán Pétur Sólveigarson

hönnuður

Vinnustofa Atla Hilmarssonar

stefan@hrutaspilid.is

S: 861 0057

ps. á hrutaspilid.is er hægt að sjá spil sem ég gerði fyrir ári

og fyrir helgi opnar heimasíðan veidimann.is þar sem

hægt verður að sjá betur út á hvað veiðimann gengur.

Björk
30. sep. 2007

Sonur minn er með sykursýki og ég sé fullt af sniðugum uppskriftum sem við getum nýtt okkur. Takk

Rósa
16. sep. 2007

sæl,

væri ekki hægt að vera með sér dálk fyrir nesti ,eins og skólanesti , það kæmi sér vel fyrir mig , og fleiri öruglega ,

þú spáir í það ;)

Guðrún Margrét
13. sep. 2007

Sæl Sigrún !!

ég fékk þessa síðu hjá einkaþjálfaranum mínum,

henni Borghildi fyrir svona ári síðan, ég dáist alltaf meir og meir af síðunni og dugnaðinum í þér,

síðan er bæði stílhrein og skemmtilega uppsett, stuttar og skiljanlegar skýringar á öllu,

ég verð að hrósa þér fyrir þessa frábæru síðu,

hún hefur gefið még margar góðar uppskriftir.

Takk fyrir.

Þrúður A. Briem
13. sep. 2007

Takk Sigrún fyrir aðgengilega og flotta síðu og náttúrlega það sem best er mjög góðar uppskriftir. Ég er grænmetisæta og nota grænmetis- og kökuuppskriftir frá þér mjög reglulega.

Nú rétt í þessu var ég að klára að gera blómkáls-og kartöflusúpuna sem er nýkomin og ég má bara til með að koma því á framfæri að hún er ROSALEGA góð, ein besta súpa sem ég hef smakkað og það sem gleður mig mest er að krökkunum mínum finnst hún líka gómsæt!!!

Takk fyrir!

Þrúður

Dóra
09. sep. 2007

Takk fyrir frábæra vefsíðu,bæði uppskriftir, tengla, og allt hitt.

Ég er alltaf að reyna að borða hollt, en á það svo til að "detta

í það" og það hentar mér ekki vel. Verð hreinlega veik,bæði líkamlega og andlega þegar ég borða óhollustu.

Nú hef ég ýmislegt spennandi að elda á næstunni, þökk sé Cafesigrúnu.

Ásta
08. sep. 2007

Sæl Sigrún.

Ég er búin að vera eins og óð manneskja á vefnum að reyna að leita mér upplýsinga um ger og sykurlaust matarræði. Rosalega er lítið til um þetta. Fann að vísu enskar síður en þá er aðalega verið að útiloka Candida sveppinn og það er frekar "heavy".

Fyrir slysni rakst égá síðuna þín og hún er nú komin í favorits hjá mér og öllum vinkonuhópnum :)

Rosaleg er ég glöð að þú þurftir stað til að halda utan um allar uppskriftirnar þínar hehe....

1000 þakkir!!!!!!!!!!

Ásta

Ragnhildur
08. sep. 2007

Sæl Sigrún!

Takk fyrir frábært framlag í matarflóruna. Það var virkilega þörf fyrir þetta. Matarverð hér á Íslandi er hátt og mjög hátt ef varan er hollustuvara. Ég fer nú orðið svo til eingöngu inn á vefinn þinn og það sem ég hef prófað er mjög gott (það er líka mjög gott að uppskriftirnar eru ekki flóknar).

Takk kærlega fyrir.

Ragnhildur.

T.H.Reykdal
02. sep. 2007

Framúrskarandi síða, frábært framtak!

Esther
02. sep. 2007

Hæ Sigrún

Þessi síða hjá þér er alveg frábær í alla staði!

Bestu kveðjur Esther.

Helena
02. sep. 2007

Sæl Sigrún

Þetta er flottasta matarsíða sem ég hef séð - allt svo aðgengilegt og þvílíkt magn af uppskriftum!

Kær kv. Helena.

Ingibjörg
26. ágú. 2007

Sæl Sigrún. Ég hef í langan tíma haft síðuna þína mér til trausts og halds í eldhúsinu. Í dag bjó ég svo til dökku súkkulaðikökuna þína í fyrsta skipti og hún var alveg æðisleg! Henni til hróss tók ég hana með mér í kaffiboð áðan þar sem nokkrir fílefldir karlmenn hámuðu hana í sig af bestu lyst, en þessir sömu karlmenn vilja ekki heyra svo mikið sem minnst á eitthvað sem heitir hollt og gott! Þeir stóðu í þeirra trú að hér væri rosaleg súkkulaði-bananakaka á ferðinni og hafa nú lagt inn pöntun fyrir annari slíkri ;)

Inga Jóna
06. ágú. 2007

Sæl Sigrún

Mér finnst frábært að geta farið inná svona góða uppskriftasíðu sem er svona auðveld í notkun. Held ég eigi loksins eftir að verða "alvöru húsmóðir" Ætlaði fyrst að prenta út fullt af uppskriftum og setja í "uppskriftamöppuna" en auðvitað er best að nýta sér tölvutæknina og hafa fartölvuna með síðunni þinni uppi á eldhúsborðinu..þó í hæfilegri fjarlægð frá matvinnslusvæðinu (...eða þannig).

Kveðja Inga Jóna

Karen
31. júl. 2007

Flott framtak! Ég dáist að dugnaðinum í þér og finnst gaman að nýta mér þennan gnægtarbrunn! Takk fyrir.

Bogga
26. júl. 2007

Hæ hæ vil byrja á því að klappa fyrir þessum frábæra vef,kíki á hverjum degi og nota uppskrift dagsins mjög oft,takk takk.En þú gætir bætt við í tenglum lífræna grænmetið og ávextina hjá Græna Hlekknum www.akurbisk.is þar er ég í áskrift og fæ sent vikulega ísl.lífrænt grænmeti og hollenska ávexti,mæli með þessu.Kærar kveðjur Bogga í keflavík:)

Ásdís
25. júl. 2007

Sæl Sigrún

Langaði bara að þakka þér kærlega fyrir að halda úti svona síðu. Skoða hana alltaf regluglega og hún er algjör snilld. Ekki margar svona aðgengilegar og notendavænar eins og þín.

Takk takk

Ásdís

Bogga
23. júl. 2007

Sæl verð bara að kvitta og segja að síðan þín er frábær og mikið að skoða,prófa pottþétt eithvað hér og ég er sammála því að uppskriftirnar væru flottar í bók sem mun rokseljast ekki spurning.Gangi þér vel kveðja Bogga

Melkorka
21. júl. 2007

Flott viðtalið í Morgunblaðinu á föstudaginn. Myndirnar af matnum girnilegar og þú kemur vel út bæði á mynd og í viðtalinu sjálfu.

Bergný Jóna
21. júl. 2007

Sæl Sigrún

Rosalega lýst mér vel á þessa síðu hjá þér. Hér er margt mjög spennandi og ég barasta á leiðinni að prufa mig áfram :)

Kveðja Bergný Jóna

Eiríkur
21. júl. 2007

Sæl Sigrún. Sá viðtalið við þig í Morgunblaðinu og kíkti á síðuna þína, sem er auðvitað umhverfisvæn náttúruperla. Er töluverður súpukall og mun örugglega prófa einhverja súpuna við fyrsta tækifæri, en verð fyrst að sanka að mér öllu þessu kryddi sem þarf. Sum af því er mér ókunnugt.

Bið að heilsa Jóhannesi.

Guðrún
20. júl. 2007

Sæl Sigrún

Sá viðtalið við þig í Morgunblaðinu og kíkti á síðuna þína.

Hlakka til að prófa réttina þína þeir eru hver öðrum girnilegri.

Takk fyrir að deila þessu með okkur.

Guðný M
17. júl. 2007

Vááá hvað þetta er fott síða hjá þér!

Ég var einmitt sest fyrir framan tölvuna í þeim tilgangi að leita uppi hollustu-uppskriftir með engum/litlum sykri eða fitu. Síðan þín var önnur síðan sem ég datt inn á ....og ég þarf ekki að leita lengra!.... Ég sem sá fyrir mér nokkurra kvölda vinnu við að safna uppskriftunum saman. Æðislegt! Ég hlakka til að prufa uppskriftirnar!

Kveðja Guðný M

Halla
11. júl. 2007

Þetta er æðisleg síða og frábært framtak,- takk fyrir mig;-) Mun gera hana að matarbiblíu á mínu heimili, loksins komin síða með hollum mataruppskriftum sem ekki eru fáránlega flóknar eða óspennandi....

Sigríður
03. júl. 2007

Þetta er algjör snilldar síða!

Góðar og hollar uppskriftir og flestar mjög auðveldar og mjög aðgengilegar!

Mér finnst að þú ættir að gefa út bók með þessum uppskriftum... hugsa að hún myndi mokseljast því það eru margir sem vilja lifa heilbrigðum lífsstíl, en halda að það sé of erfitt... sem það er ekki :)

Frábært framtak...

Gerður
30. maí. 2007

Frábærar upplýsingar fyrir mig sem foreldri. Bý erlendis og hef verið frekar óörugg um hvað ég eigi að setja ofan í 7 mánaða gamla dóttur mína en nú er augljóslega ekki lengur þörf á því.

Takk kærlega!

Sunna Þorsteinsd.
28. maí. 2007

...mjög flott síða og nytsamleg en hvernig væri að hafa líka link sem segir "Hver er Sigrún" ...bara fyrir forvitna - hehe.

Sólveig
24. maí. 2007

Þessi síða er algjör perla. Takk takk takk

Sigríður Gunnarsdóttir
24. maí. 2007

Ástarþakkir fyrir að halda úti þessari síðu. Hún er full af uppskirftum sem vantaði!

Hrafnhildur Þ
17. maí. 2007

Vildi kvitta fyrir konu mína á þessa snilldar síðu! Á örugglega eftir að elda slatta af þessum uppskriftum sem líta ansi vel út. :)

Dagný
10. maí. 2007

Langaði bara að segja þetta er töff síða og ég á örugglega eftir að nota hana mikið núna eftir að ég hef uppgötvað hana;)

Rannveig Þórhallsdóttir
10. maí. 2007

Blessuð og sæl.

Ég nota uppskriftirnar þínar mikið og þakka þér fyrir frábært framtak!

Bestu kv.

Rannveig, Seyðisfirði

Mæðgur!
09. maí. 2007

Rakst óvart á þessa snilldar heimasíðu þegar ég var að googla e-ð healthy! Kemur sér án efa mjög vel fyrir alla sem vilja lifa heilbrigðu lífi en vantar tilbreytingu í matargerðina. Allar uppskriftirnar mjög spennandi og alveg frábært framtak að "posta" þessu öllu á netið fyrir almenning. Átt hrós skilið fyrir það :D

Kv, Tóta og mamma ;)

Arnheiður Sigurðardóttir
08. maí. 2007

Sælar og takk fyrir frábæra síðu, hef verið að bend mæðrum á að skoða hana. En ég er hjúkrunarfræðingur og brjóstgjafaráðgjafi og er því oft að benda mæðrum á fyrstu fæðuna þá er gott að benda á þína síðu.

Það er mikilvægt að kenna foreldrum að hafa börn á brjósti og svo að gefa þeim næringaríka fæðu en sorglegast er að 4 hvert barn er of feitt og má sjá hvert stefnir strax í smábarnavernd.

Gangi þér vel.

kv Arnheiður

Harpa
25. apr. 2007

Sælar,

Vildi bara segja hversu frábær síða þetta er hjá þér! Þú átt heiður skilinn fyrir að standa í þessu :)

Kv. Harpa