Hitt og þetta

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco
Þetta salat er frískandi og sumarlegt og alveg frábært til að bera fram sem öðruvísi salat hvort sem þið berið fram hefðbundið grænt salat líka eða ekki.

Kúrbítshummus
Þessi uppskrift er úr Rawvolution bókinni minni sem er hráfæðisbók. Hummusinn er léttari en hefðbundinn hummus enda er notaður kúrbítur (zucchini, courgette) í stað kjúklingabauna.

Hnetusósa frá Uganda
Hnetusósa er víða borin fram í Uganda og ekki sjaldan sem ég borðaði hnetusósu með mat þegar ég var í Uganda 2008 enda er hún hriiikalega góð og ekkert ósvipuð Satay sósu.

Sambaro gulrætur frá Tanzaníu
Gulrætur og sætar kartöflur eru mikið notaðar sem meðlæti í Tanzaníu og reyndar víðar í Afríku og oftar en ekki er hráefnið kryddað aðeins en ekki bara borið fram soðið eins og til dæmis víða í Evrópu.

Kókos- og hvítlauksmauk (coconut and garlic chutney) frá Tanzaníu
Eða eiginlega ekki frá Tanzaníu heldur frá Indlandi því kókosmauk er mikið notað þar. Ég smakkaði þetta meðlæti hins vegar á indverskum veitingastað í Moshi, Tanzaníu.

Salat í nestið
Mér finnst þetta salat alveg ferlega fínt í nestið. Það hefur holla fitu úr avocadoinu, trefjar og prótein í kjúklingabaununum og svo allt vítamínið úr ávöxtunum og grænmetinu.

Hafrakex
Það er ekki endilega auðvelt að finna uppskriftir að hollu hafrakexi og ég var búin að leita lengi.

Ananas- og rauðrófusalat frá Naivasha
Þetta salat fékk ég fyrst í Naivasha sem er í Kenya, fyrir norðan Nairobi.

Grillað brauð með tómatsósu, gulrótum og osti
Samsetningin, þ.e. gulrætur, tómatsósa og ostur hljómar kannski fáránleg en hún er líka fáránlega góð!

Gulrótar-, ananas og rúsínusalat frá Kenya
Þetta salat hef ég fengið oft og mörgum sinnum í Kenya. Ég hef líka fengið salatið í Tanzaníu enda kannski ekki skrýtið þar sem ananas vex á báðum stöðum og er mikið notaður í matargerð.
