Spergilkáls- og blaðlaukssúpan frá 4 Market Place kaffihúsinu, London

Maria og Pete vinafólk okkar ráku um árabil kaffihúsið 4 Market Place í miðborg London (rétt hjá þar sem við bjuggum).

Þau eru grískir Ástralir og Maria var að vinna í þrjú ár með Jóhannesi í Walt Disney forðum daga. Við heimsóttum Mariu oft á kaffihúsið og í hvert skipti sem við kíktum til hennar fengum við kaffi, te og eitthvað frábært að borða. Eitt sinn þegar við vorum á ferð um vetur, fékk ég frábæra brokkolí- og blaðlaukssúpu. Súpan var&;æðislega góð&;eins og allt sem ég smakkaði hjá þeim, bæði vel fyllt, samt létt, bragðmikil en ekki of, alveg fullkomin. Svo var hún líka ódýr og saðsöm. Ég hætti ekki að suða fyrr en aumingja Maria náði að snúa upp á handlegginn á kokkinum Gile Jaegy til að gefa mér uppskrift.

Læt kynninguna fylgja með á ensku: Maria and Pete are dear friends of ours who owned and ran a cafe called 4 Market Place in central London for several years (very close to where we used to live). They are Greek Australians and Maria used to work with Johannes at Walt Disney for three years. Each time we were in London we visited Maria and had some coffee, tea and something amazing for lunch. The last time I went there (this December) I had a fantastic broccoli and leek soup. It was creamy yet light, full of flavour although not overwhelming, just perfect. I didn'’t stop pestering poor Maria until she got the recipe from the chef, Gile Jaegy.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Spergilkáls- og blaðlaukssúpan frá 4 Market Place kaffihúsinu, London

Fyrir 4

Innihald

 • 1 stór blaðlaukur (eða 2 litlir), saxaðir gróft
 • 1 lítill laukur, afhýddur og saxaður smátt
 • 1 stór kartafla (eða 2 litlar), skræld og söxuð gróft
 • 1 msk kókosolía
 • 1,5 lítrar vatn
 • 3 gerlausir grænmetisteningar
 • 1 haus spergilkál (brokkolí)
 • 0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • 0,5 tsk svartur pipar, meira/minna eftir smekk

Aðferð

 1. Afhýðið kartöflu og lauk og saxið gróft. Saxið einnig blaðlaukinn gróft.
 2. Hitið kókosolíuna í stórum potti.
 3. Hitið laukinn og blaðlaukinn í pottinum þangað til allt er orðið mjúkt.
 4. Skerið spergilkálið í sprota og bætið út í pottinn ásamt vatninu, kartöflunum og grænmetisteningunum.
 5. Látið suðuna koma upp og leyfið súpunni að malla í 20 mínútur. Saltið og piprið.
 6. Látið súpuna kólna aðeins og setjið hana svo í litlum skömmtum í matvinnsluvél eða blandara. Einnig má nota töfrasprota.
 7. Sigtið súpuna ef þið viljið áferðina silkimjúka.

Gott að hafa í huga

 • Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
 • Nota má aðra olíu en kókosolíu, t.d. vínberjakjarnaolíu eða repjuolíu.
 • Gerlausir grænmetisteningar fást í heilsubúðum og stærri matvöruverslunum.
 • Ef þið eruð ekki viðkvæm fyrir geri getið þið notað venjulega, lífrænt framleidda grænmetisteninga.

Ummæli um uppskriftina

Signý
25. ágú. 2011

Ég hef eldað þessa súpu oft hún er æði takk fyrir

sigrun
25. ágú. 2011

Takk Signý, gaman að heyra :)

gestur
17. jan. 2013

Ég bjó þessa súpu til um daginn og hún er hreint alveg frábær, eins og reyndar flestar þær uppskriftir sem ég hef prófað af síðunni. Ég ætla að elda þessa súpu aftur á morgun en á ekki brokkoly, en ég á hvítkál inni í ísskáp og ætla að nota það. Hlakka til að sjá hvernig sú útkoma verður. Gæti líka hugsað mér að setja sæta kartöflu einhvern tíma í framtíðinni. Hér í kulda og rigningu í Portugal, er ekkert eins himneskt og að eiga súpu inni í ísskáp, sem þarf bara að hita upp þegar ég kem heim úr ræktinni. Þessi súpa verður bara betri þégar hún er hituð upp.

sigrun
18. jan. 2013

Gott að heyra að súpan yljaði á köldum vetrardegi.....og að hún bragðaðist vel.

Elfa Bryndís Þorleifsdóttir
03. jún. 2018

Ætla að prófa þess fyrir vegan gesti sem ég fæ eftir 3 vikur :)

sigrun
03. jún. 2018

Æði. Mæli líka með þessari hér: /gulrotar-og-kokossupa-fra-zanzibar