Sambaro gulrætur frá Tanzaníu

Gulrætur og sætar kartöflur eru mikið notaðar sem meðlæti í Tanzaníu og reyndar víðar í Afríku og oftar en ekki er hráefnið kryddað aðeins en ekki bara borið fram soðið eins og til dæmis víða í Evrópu. Ég elska grænmetið í Afríku, það er alltaf svolítið saltað þegar það er soðið og það er einmitt það sem maður þarf eftir heitan dag. Margir eru hræddir við að borða grænmeti og ávexti í Afríku en yfirleitt eftir að hafa séð mig með kúfaða diska af hvoru tveggja á hverjum degi í 10 daga …róast samferðarfólk og stingur upp í sig soðinni gulrót&;og jafnvel&;ananas. Í Afríku fær maður besta ananas í heimi, og mango, og banana, og ástaraldin og avocado. Málið er að treysta stöðunum sem maður er að borða grænmeti og ávexti á og kaupa aldrei, aldrei, neitt við vegkantana sem maður getur ekki skrælt.


Gulrætur með afrískum áhrifum

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án mjólkur
  • Án eggja
  • Án hneta
  • Vegan

Sambaro gulrætur frá Tanzaníu

Fyrir 2-3 sem meðlæti

Innihald

  • 250 g gulrætur, afhýddar og sneiddar gróft
  • 1 msk brún sinnepsfræ (enska: mustard seed)
  • 0,5 tsk turmeric
  • 1 stór hvítlauksgeiri (eða tveir litlir), saxaður gróft eða marinn
  • 1 tsk chili pipar (eða 1 ferskur chili pipar, saxaður mjög smátt)
  • 1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
  • 1 tsk kókosolía

Aðferð

  1. Skrælið gulræturnar og sjóðið í vatni þangað til þær eru farnar að linast en ekki alveg mjúkar í gegn. Gæti tekið um 7-10 mínútur.
  2. Hitið pönnu (án olíu) og ristið sinnepsfræin þangað til það fer að snarka í þeim (um 1-2 mínútur).
  3. Takið sinnepsfræin af pönnunni og geymið.
  4. Hiti kókosolíuna á pönnunni. Bætið við vatni ef þarf meiri vökva.
  5. Steikið hvítlaukinn og bætið turmeric og chili pipar saman við.
  6. Setjið gulræturnar á pönnuna ásamt nokkrum matskeiðum af vatni og látið krauma í um 5 mínútur.
  7. Bætið sinnepsfræjunum saman við og hitið í nokkrar mínútur í viðbót.
  8. Saltið vel (gott að hafa vel salt).
  9. Berið fram heitt.
  10. Gott sem meðlæti með t.d. inverskum mat sem og kjötréttum fyrir þá sem borða kjöt.

Gott að hafa í huga

  • Í staðinn fyrir gulrætur má nota sætar kartöflur.