Salat í nestið
17. febrúar, 2008
Mér finnst þetta salat alveg ferlega fínt í nestið. Það hefur holla fitu úr avocadoinu, trefjar og prótein í kjúklingabaununum og svo allt vítamínið úr ávöxtunum og grænmetinu. Mér finnst líka æðislegt að setja smá tamarisósu yfir salatið. Það má að sjálfsögðu nota salatið með mat líka, það þarf ekki bara að borða það í nesti!

Litríkt salat til að lífga upp á daginn
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án mjólkur
- Án eggja
- Án hneta
- Vegan
Salat í nestið
Fyrir 1 í nestið
Innihald
- 1 appelsínugul paprika, skorin í bita
- Einn poki blandað salat t.d. Lambhagasalat, eikarlauf, klettasalat o.fl. Rífið blöðin gróft ef þau eru stór
- Nokkur vínber (steinalaus), skorin í helminga
- Hálft vel þroskað avocado afhýtt og skorið í bita
- Nokkrir sólþurrkaðir tómatar (án olíu), saxaðir gróft
- Ein stór lúka baunaspírur (má sleppa)
- 50 g kjúklingabaunir
- 1 tómatur, saxaður gróft
Aðferð
- Látið vatnið renna af kjúklingabaununum.
- Skerið paprikuna í helminga, fræhreinsið og skerið svo í bita.
- Skerið vínberin í helminga.
- Afhýðið avocadoið, fjarlægið steininn og skerið í bita.
- Saxið sólþurrkuðu tómatana.
- Skerið tómatinn í bita.
- Blandið öllu saman í skál, setjið í nestisbox og inn í ísskáp.
Gott að hafa í huga
- Nota má maískorn, rifnar gulrætur, nýrnabaunir, eplabita, þurrkaða ávexti o.fl. í salatið. Einnig er gott að nota ristuð sólblómafræ, graskersfræ, furuhnetur, fetaost í vatni, granateplafræ o.s.frv., o.s.frv.
- Ef þið finnið aðeins sólþurrkaða tómata í olíu má annað hvort þerra olíuna með eldhúsþurrku en einnig hef ég notað þessa aðferð: Setjið sólþurrkuðu tómatana í sigti og hellið sjóðandi heitu vatni yfir þá (um 500 ml eða svo).
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2025