Möndlu-, quinoa og súkkulaðibitakökur

Það er ekki oft sem maður getur stært sig af því að bjóða upp á kalkríkar og trefjaríkar smákökur en þessar eru akkúrat þannig. Smákökurnar eru jafnframt glútenlausar og einstaklega fljótlegar. Og bragðgóðar. Ég mæli með því að baka tvöfaldan skammt því þær hverfa af bökunarplötunni volgar!


Möndlusmákökur, glútenlausar jólasmákökur

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án mjólkur

Möndlu-, quinoa og súkkulaðibitakökur

Um 15 smákökur

Innihald

  • 220 g möndlumjöl
  • 1/2 tsk bökunarsódi
  • 1/2 tsk salt (Himalaya- eða sjávarsalt)
  • 2 msk quinoa korn
  • 3 msk kókosolía (fljótandi)
  • 60 g kókossykur
  • 1 egg (við stofuhita)
  • 2 tsk vanilludropar (úr heilsubúð)
  • 90 g dökkt súkkulaði (með hrásykri)

Aðferð

  1. Hrærið saman í skál möndlumjöli, bökunarsóda, salti og quinoa korni. 
  2. Í annarri skál skuluð þið hræra saman kókoksolíu, kókossykri, eggi og vanilludropum. Hrærið saman við þurrefnin. 
  3. Saxið súkkulaðið fremur smátt og bætið út í deigið. Hrærið létt. 
  4. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. 
  5. Mótið kúlur úr deiginu í höndunum og setjið á bökunarplötuna. Fletjið kúlurnar aðeins út með gaffli (gott að dýfa í vatn áður).
  6. Bakið í 15 mínútur við 180°C.

Gott að hafa í huga

  • Kökurnar eru nokkuð mjúkar og haldast þannig. Ef þið viljið þær stökkar bakið þær þá í um það bil 18 mínútur.
  • Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.