Mangokarrísósa
8. maí, 2006
Þessi uppskrift hentar með alls kyns mat, t.d. kjúklingi og fiski og einnig með alls kyns grænmetisréttum, helst þá af indverskum toga. Létt og góð sósa og passlega sterk! Hún hentar líka einstaklega vel með grilluðum mat.  Mangomauk (mango chutney) tekur smá stund í undirbúning en maður getur átt það í ísskáp í margar vikur og jafnvel mánuði ef krukkan er sótthreinsuð. Einnig má kaupa mangomauk í heilsubúðum. Mangomauk sem fæst í venjulegum stórmörkuðum er yfirleitt hlaðið sykri og aukaefnum.
Mangokarrísósa, hentar með margvíslegum mat
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án eggja
- Án hneta
Mangokarrísósa
Fyrir 2-3 sem meðlæti
Innihald
- 2 msk mangomauk. Einnig má kaupa mangomauk í heilsubúðum.
- 1 tsk karrí
- 2 tsk tamarisósa
- 125 ml hrein jógúrt eða AB mjólk. Einnig má nota sojajógúrt
Aðferð
- Hrærið allt saman og kælið.
Gott að hafa í huga
- Sósan geymist í allt að viku í ísskápnum.
- Ef þið hafið mjólkuróþol getið þið notað sojajógúrt.
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2024