Kókosbananar með afrískum áhrifum

Afbragðsgott sem meðlæti með krydduðum mat t.d. indverskum og thailenskum en einnig hentar hann vel með bragðmiklum afrískum mat. Elín mágkona mín hefur gjarnan búið til svona banana og þeir minna mikið á Afríku. Það er frábært að útbúa svona banana líka sem gott nammi fyrir krakka (og fullorðna).


Kókosbananar með afrískum áhrifum

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án mjólkur
  • Án eggja
  • Án hneta
  • Vegan
  • Hráfæði

Kókosbananar með afrískum áhrifum

Fyrir 2 sem meðlæti

Innihald

  • 1 banani, vel þroskaður
  • 4-5 msk kókosmjöl

Aðferð

  1. Skerið bananann í um 5 mm þykkar sneiðar.
  2. Setjið kókosmjölið í skál.
  3. Veltið hverri sneið upp úr kókosmjöli (eða hrúgið sneiðunum ofan í kókosmjölið og hrærið varlega).

Gott að hafa í huga

  • Gætið þess að bananinn sé ekki allt of þroskaður, best er að nota banana sem hafa ekki blettótt hýði og eru enn þá svolítið stífir (en alls ekki óþroskaðir).