Hvítlauksjógúrtsósa

Þetta er létt og fín sósa með t.d. niðurskornu grænmeti, grænmetisbuffum og borgurum o.s.frv. Hún hentar einnig einstaklega vel með grillmat hvers konar sem og bökuðum kartöflum. Til að fá þykkari sósu má blanda aðeins af grísku jógúrti saman við.

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án eggja
  • Án hneta

Þessa uppskrift er auðvelt að gera:

  • Án mjólkur
  • Vegan (fyrir jurtaætur)

Hvítlauksjógúrtsósa

400 ml

Innihald

  • 400 ml hrein jógúrt, AB mjólk eða 5% sýrður rjómi (án gelatíns) frá Mjólku. Einnig má nota sojajógúrt
  • 1 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
  • 1-2 hvítlauksrif, pressuð
  • 0,25-0,5 tsk svartur pipar
  • Smá klípa steinselja (má sleppa)

Aðferð

  1. Hrærið öllu vel saman.
  2. Kælið í a.m.k. 30 mínútur.

Gott að hafa í huga

  • Nota má gríska jógúrt á móti venjulega jógúrtinu.
  • Einnig má sleppa jógúrtinu og nota einungis 5% sýrðan rjóma í staðinn.
  • Ef þið hafið mjólkuróþol eða eruð jurtaætur má auðveldlega nota sojajógúrt í staðinn.