Gult linsubaunamauk

Þetta er fínasta baunamauk, rosa gott til að dýfa pítubrauði í eða setja ofan á nýbakað brauð, eða hrökkbrauð. Maukið er einfalt og afar ódýrt. Það má líka frysta (gott til að nýta afgangs soðnar kartöflur). Best er að nota matvinnsluvél fyrir þessa uppskrift en það má redda sér með blandara.


Linsubaunamauk úr gulum linsum

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án mjólkur
  • Án eggja
  • Án hneta
  • Vegan

Gult linsubaunamauk

Fyrir 3-4 sem meðlæti

Innihald

  • 100 g gular linsubaunir
  • 500 ml vatn
  • 1 hvítlauksgeiri, aðeins kraminn
  • 1 laukur, meðalstór, saxaður
  • 150 g kartöflur
  • 2 msk ólífuolía
  • 0,5 tsk cumin (ekki kúmen)
  • 0,5 tsk coriander

Aðferð

  1. Skolið linsubaunirnar vel í köldu vatni og sigtið.
  2. Afhýðið laukinn og hvítlaukinn og saxið gróft.
  3. Setjið linsubaunirnar, laukinn og hvítlaukinn ásamt vatninu (500 ml) í pott og sjóðið við vægan hita í 35 mínútur, ekki með lokinu á eða þangað til linsubaunirnar eru orðnar mjög mjúkar.
  4. Skrælið kartöflurnar og sjóðið í sér potti í um 10-15 mínútur. Stappið gróft þegar þær eru orðnar tilbúnar.
  5. Setjið linsubaunirnar í matvinnsluvél og maukið vel. Bætið cumin og coriander og ólífuolíu út í. Maukið aðeins meira.
  6. Bætið kartöflunum saman við og maukið áfram.
  7. Smakkið til með salti (Himalaya eða sjávarsalt).
  8. Ef maukið er of þurrt má bæta svolitlu vatni út í og mauka aðeins meira.

Gott að hafa í huga

  • Nota má rauðar linsubaunir í staðinn fyrir gular.
  • Nota má kjúklingabaunir í staðinn fyrir kartöflur.
  • Nota má avocado-, repju- eða sólblómaolíu í staðinn fyrir ólífuolíu.