Gulrótar- og sellerísafi

Þessi safi er frægur í safaheimum (sennilega jafn frægur og Madonna í mannheimum) en líklega þarf hann samt ekki lífverði og svoleiðis. Þetta er ákaflega hollur og góður drykkur og mátulega sætur ef maður vill ekki sætan safa heldur svona rétt keiminn sem kemur af gulrótunum. Traustur og góður, einfaldur og ódýr. Það er alltaf góð blanda. Nauðsynlegt er að nota safapressu við að útbúa þennan drykk (veit ekki til þess að sé hægt að kaupa sellerísafa). Breyta má hlutföllunum þannig að meira selleríbragð sé í staðinn fyrir gulrótarbragðið.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan
 • Hráfæði

Gulrótar- og sellerísafi

Fyrir 2

Innihald

 • 3 gulrætur, þvegnar og skrældar
 • 2 sellerístilkar, þvegnir og snyrtir

Aðferð

 1. Skrælið gulræturnar og þvoið.
 2. Snyrtið selleríið og þvoið.
 3. Setjið í safapressu og berið fram strax.

Gott að hafa í huga

 • Sumum finnst gott að setja hálft epli með enda gerir það safann aðeins sætari.