Greipaldin- og límónudrykkur
29. maí, 2016
Eiginmaðurinn er að æfa fyrir sitt annað Laugavegsmaraþon og því fylgja alls kyns tilraunir hvað varðar næringu og drykk á langhlaupum. Hann vill helst borða heimatilbúnar orkukúlur á hlaupum og vill helst ekki næringargelið sem hægt er að kaupa og er mjög handhægt en afar ógeðfellt (að margra mati). Eftir langhlaupin er ekkert sem hann veit betra en þessi ótrúlega frískandi drykkur og segist hann hreinlega vera orðinn háður honum! Athugið að þessi drykkur bætir ekki upp söltin sem tapast eftir langhlaup, heldur er hann hugsaður sem svalandi og bragðgóð hressing.
Mikilvægt er að nota rautt greipaldin, ekki hvítt.
Einstaklega bragðgóður og frískandi drykkur eftir hlaupin
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án mjólkur
- Án eggja
- Án hneta
- Vegan
Greipaldin- og límónudrykkur
Fyrir 2
Innihald
- 1 stórt greipaldin (rautt)
- 1 límóna
- 400 ml ískalt vat
- Nokkrir dropar stevia án bragðefna
Aðferð
- Skerið þvert á greipaldinið (augað upp) þannig að þið fáið tvo helminga sem þið getið þrýsta ofan á sítruspressu. Gerið eins með límónuna. Hellið safanum (en ekki aldinkjötinu) í könnu.
- Hellið ísköldu vatni út í könnuna og hrærið vel. Bætið steviadropum við eftir smekk.
Gott að hafa í huga
- Frysta má drykkinn í ísmolabox og láta bráðna í vatni.
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2024