Kökur / eftirréttir

Svolítið ljótar en góðar eru þær!

Heslihnetusmákökur með sultutoppi

Þessar eru nokkuð fljótlegar og auðveldar í undirbúningi. Ekki sakar að fá smá hjálp frá litlum fingrum til að útbúa holu í hverja smáköku þar sem sultan fer ofan í.

Syndsamlega góðar en hollar súkkulaðibitakökur

Súkkulaðibitakökurnar hennar Lísu Hjalt

Lísu Hjalt eru flestir farnir að þekkja sem nota þennan vef en hún á m.a. uppskriftina af Frönsku súkkulaðikökunni sem er svo hriiiiiikalega góð.

Gómsætar hráar smákökur

Valhnetu- og rúsínukökur

Þessar kökur eru svo hollar að þær virka eins og vítamíntöflur. Þær eru óbakaðar og því nýtast ensímin og vítamínin til fulls.

Ljúfir og góðir glúteinlausir klattar sem henta í margt

Bananaklattar

Þessir klattar eru glúteinlausir og mjög góðir þegar maður á doppótta og slappa banana (sem eru orðnir ofþroskaðir).

Hollur og fjólublár ís

Bláberja- og bananaís

Bláber og bananar. Namm. Þessi ís er mjólkurlaus og eggjalaus og hentar því vel fólki með þess konar óþol..hann er líka góður þó maður hafi ekkert óþol og er sérlega hollur.

Hollir og góðir síðsumars muffinsar

Rabarbaramuffins

Ég var að fikta aðeins í eldhúsinu og mundi eftir rabarbarasultu sem ég átti í ísskápnum. Mér fannst upplagt að prófa sultuna í muffinsa og það tókst svona prýðilega.

Bláberjasósa, sprengfull af hollustu

Heit bláberja- og vanillusósa

Dásemdarsósa sem er (ég get svo svarið það) góð út á allt, hvort sem það er ís, í drykki (smoothie), yfir kökur, í jógúrt eða bara ein og sér upp úr pottinum.

Holl sæla

Hjónabandssæla

Þegar ég var yngri hélt ég að hjónabandssæla héti hjónabands-æla (og hélt alltaf að verið væri að gera grín að hjónabandi með því að gera svona ljóta köku því ekki eru hjónabandssælur nú sérstaklega fallegar).

 Litríkir og hollir íspinnar fyrir alla

Jarðarberja- og banana íspinnar

Þetta eru aldeilis frábærlega hollir íspinnar. Þegar ég dreg þessa úr frystinum brosa bæði krakkar og fullorðnir út að eyrum og sleikja út um.

Hollur og bragðgóður súkkulaðibúðingur

Súkkulaði- og bananabúðingur

Sérlega sniðugur súkkulaðibúðingur (súkkulaðimús) með hollri fitu úr cashewhnetum sem er afar góð fyrir hjarta og æðar.

Syndicate content