Vetur
Ég leggst eiginlega í dvala yfir veturinn þ.e. ég er hin mesta kuldaskræfa og er meinilla við snjó...Ég lærði fljótt á fyrstu árunum okkar í London að besti staðurinn var eldhúsið því þar var hlýjasti staðurinn í húsinu a.m.k. á meðan bakaraofninn var í gangi...sem var nánast alltaf því mér var alltaf kalt.
Ég nota líka þennan tíma til að prófa ýmsar jólauppskriftir (Jóhannesi til mikillar gleði). Það sem einkennir þennan flokk er matur sem er heitur; súpur, pottréttir, heitir drykkir o.fl. Það er eiginlega ekkert sem er "in season" yfir vetrartímann á Íslandi því þá vex jú ekkert hér á landi. Erlendis eru grasker og appelsínur í aðalhlutverki og það eru nokkrar graskersuppskriftir hér ásamt fleiru sem er gott fyrir okkur yfir vetrartímann. Flokkurinn Vetur verður opinn fram í byrjun mars.

Tofu- og kjúklingabaunabuff
Þetta eru hollir og léttir grænmetisborgarar. Ég steiki aldrei, aldrei grænmetisborrgara heldur baka ég þau í ofni.

Tómatsúpa frá Zanzibar
Þessi súpa er mjög einföld og æðislega góð (auk þess að hún er að springa úr vítamínum og andoxunarefnum!).

Túnfiskspastaréttur
Ég hafði aldrei þorað að setja túnfisk í pasta, veit ekki afhverju, mér hafði aldrei þótt það girnilegt þegar ég sá myndir í uppskriftabókum.

Tær og heitsúr sveppasúpa
Þessi kemur úr bók sem heitir Veggie Chic eftir Rose Elliot. Súpan er sérlega bragðgóð og þó að ég ætti ekki kaffir lime leaves eða enoki sveppi þá tókst hún rosa vel.

Valhnetu- og graskersbrauð
Þessi uppskrift kemur reyndar aðeins breytt, úr bók sem heitir Farmers Market Cookbook (Uppskriftabók af bændamarkaðinum).

Villisveppasósa
Þessi sósa passar einstaklega vel með karríhnetusteikinni en er mjög fín með öðrum mat líka.

Wagamama laxanúðlur
Margir þekkja Wagamama núðlustaðinn í London. Hann er reglulega fínn. Þeir elda ekki bara góðan mat heldur eru þeir einnig meðvitaðir um náttúru og endurvinnslu.

Ævintýragrasker í kókosmjólk
Þessi réttur fylgdi með spínatréttinum úr dularfulla húsinu í skóginum í Nairobi.

Þorskur í ofni
Ég hef ekki borðað þorsk síðan sumarið 2003 þegar ég lenti í „atvikinu”. Við vorum með matarboð úti í garði í London í æðislegu veðri.