Vetur
Ég leggst eiginlega í dvala yfir veturinn þ.e. ég er hin mesta kuldaskræfa og er meinilla við snjó...Ég lærði fljótt á fyrstu árunum okkar í London að besti staðurinn var eldhúsið því þar var hlýjasti staðurinn í húsinu a.m.k. á meðan bakaraofninn var í gangi...sem var nánast alltaf því mér var alltaf kalt.
Ég nota líka þennan tíma til að prófa ýmsar jólauppskriftir (Jóhannesi til mikillar gleði). Það sem einkennir þennan flokk er matur sem er heitur; súpur, pottréttir, heitir drykkir o.fl. Það er eiginlega ekkert sem er "in season" yfir vetrartímann á Íslandi því þá vex jú ekkert hér á landi. Erlendis eru grasker og appelsínur í aðalhlutverki og það eru nokkrar graskersuppskriftir hér ásamt fleiru sem er gott fyrir okkur yfir vetrartímann. Flokkurinn Vetur verður opinn fram í byrjun mars.

Fylltar pönnukökur (crepes) með byggi og sinnepssósu
Nammi namm, við fórum einu sinni á veitingastað í Nice, Frakklandi og fengum okkur „crepes” þ.e. fylltar pönnukökur.

Fylltar pönnukökur (crepes) með grænmeti og byggi
Hver hefur ekki prófað franskar pönnukökur („crepes”)? Unaðslegur, en oft óhollur matur.

Fylltar pönnukökur (crepes) með hvítlaukssósu, shiitake sveppum og spínati
Þetta hráefni átti ég til í ísskápnum og ég hafði fryst pönnukökur nokkrum vikum áður. Ég tók pönnukökurnar úr frystinum og útbjó þennan fína rétt.

Graskers- og bananamuffins
Ég átti smá afgang af graskeri úr annarri uppskrift sem ég hafði verið að undirbúa og hugsaði með mér að ég vildi nú endilega nota það (ég hendi aldrei, aldrei mat).

Graskers- og kókossúpa frá Zanzibar
Þessi súpa kemur úr bók sem heitir Zanzibar Kitchen. Það er fátt sem lýsir matnum á Zansibar jafnvel og þessi súpa.

Graskersmauk
Þetta mauk er sniðug viðbót fyrir ungbörnin því grasker er milt og gott og ekki of sætt. Það hentar vel sem grunnmauk sem maður getur fryst og bætt svo alls kyns hráefni út í.

Graskerssúpa með grilluðu maískorni
Þessi uppskrift kemur nánast beint upp úr Delia Smith grænmetisbókinni minni (Delia's Vegetarian Collection) sem er frábær.

Grjónagrautur
Heitið á uppskriftinni ætti eiginlega að vera „Grjónagrauturinn hans Jóhannesar..en mín uppskrift er samt betri”.

Grænmeti í grænu karrímauki og kókossósu
Bragðgóð, ódýr og góð máltíð, mitt á milli grænmetissúpu og grænmetisrétts með sósu.

Grænmetisbaka
Þetta er fínindis baka, hægt að nota alls kyns grænmeti í hana og er því ódýr og sniðug. Svo er líka þægilegt að búa til böku og hita afganginn upp bara næsta dag.

Grænmetisbaka með hnetu- og fræbotni
Þessi er upplögð fyrir þá sem eru með glúteinóþol því í bökunni er ekki þessi hefðbundni hveitibotn.

Grænmetisborgarar án lauks
Mig vantaði uppskrift að einhverju sem var ekki of sterkt, ekki með lauk eða hvítlauk, eða tómötum því við vorum að fá mömmu og pabba mat.

Hafragrautur
Hafragraut er nú óþarft að kynna. Hann er einfaldur, saðsamur, fullur af hollri og góðri orku og er eitt besta bensín sem maður getur fengið fyrir daginn.

Hálsbólgudrykkur
Ég krækti mér í svæsna hálsbólgu um daginn (sem er óvenjulegt því ég verð aldrei lasin) og vantaði eitthvað til að mýkja hálsinn sem var eins og sandpappír af grófleika 12.

Harissakjúklingur
Þessi uppskrift kemur úr bókinni okkar Moro. Moro er skrifuð af hjónum sem hafa ferðast um allan heim til að kynna sér ólíka matarmenningu og hefðir.

Heitur ávaxtaeftirréttur með hnetum
Ég fékk þessa fínu uppskrift hjá Smára bróður og Önnu Kristínu konunni hans. Þetta er hollur og góður eftirréttur, fullur af vítamínum og andoxunarefnum ásamt hollri fitu úr hnetunum.

Helgukjúklingur (Tandoori kjúklingaréttur)
Þessi uppskrift kemur frá Helgu kunningjakonu minni í Englabörnunum sem fékk hana frá Erlu í Englabörnunum sem fékk hana frá.... o.s.frv.

Heslihnetu- og grænmetisborgarar með papriku- og coriandermauki
Þetta er uppskrift, tekin nánast beint frá Deliu Smith. Hún var „prófuð” á Jóhannesi og mömmu hans þegar við bjuggum í Harrow (Bretlandi).

Hnetu- og karríborgarar
Þetta eru aldeilis fínir grænmetisborgarar og eru í ætt við karríhnetusteikina hérna á vefnum.

Hnetusteik
Þessi uppskrift kemur úr bók sem ég á sem heitir Green World Cookbook: Recipes from Demuths Restaurant og er uppskriftabók frá samnefndum grænmetisstað í Bath, Englandi.

Hnetusteik II
Þetta er hnetusteik sem ég hef stundum gert um jól og hún er frá Sólveigu á Grænum Kosti. Alveg stórgóð steik úr frábærri bók.

Humarsúpa
Humar er mjög próteinríkur og magur og inniheldur omega 3 fitusýrur. Hann þarf ekki að kosta mann neglur og nýra ef maður kaupir brotna skel og frekar smáan humar.

Indverskur fiskiréttur
Þetta er einn af uppáhalds fiskiréttunum hans Jóhannesar. Sósan hentar einnig fyrir kjúkling og grænmeti því hún er mild og bragðgóð.

Jólaglögg (óáfengt)
Ég smakkaði í fyrsta skipti jólaglögg (óáfengt að sjálfsögðu) í jólaboði hjá yfirmanni mínum í verslun sem ég vann í með skóla í mörg ár. Ég gleymi því ekki hvað mér fannst jólaglöggið gott.