Útivist
Tilbúinn útilegumatur er yfirleitt argasti óþverri. Í honum er oft hert fita, bragðefni, litarefni og sykur. Þegar við hjónakornin förum í útilegur eða göngur erum við búin að skipuleggja vel fram í tímann hvað við ætlum að taka með okkur. Það gildir hvort sem við förum á Esjuna eða Kilimanjaro. Hér hef ég tekið saman nokkrar uppskriftir sem við höfum notað með góðum árangri síðustu ár. Við höfum a.m.k. komið vel södd og endurnærð úr öllu bröltinu okkar og vel það. Að borða hollan mat með góðu útsýni í góðu veðri við lítinn læk er hreint út sagt unaðslegt. Flokkurinn verður opinn yfir sumarmánuðina.

Muesli með hnetum, fræjum og þurrkuðum ávöxtum
Hrikalega hollt og heimatilbúið muesli fyrir utan að vera bæði ódýrara og betra en út úr búð (að mínu mati að minnsta kosti).

Orkubiti með carobkremi
Þetta eru verulega, verulega hollir orkubitar, saðsamir, næringarríkir, fullir af vítamínum, steinefnum, hollri fitu, próteinum og flóknum kolvetnum.

Orkuhnullungar
Þessum hnullungum svipar mikið til þeirra kaka sem fást stundum innpakkaðar í plasti á kaffihúsum.

Orkumuffins
Þessi uppskrift er dálítið tímafrek þannig að gefið ykkur góðan tíma ef þið ætlið að fara að baka hana.

Próteinbitar
Þessir bitar eru eingöngu hugsaðir fyrir þá sem eru að bæta á sig vöðvum eða eru í líkamsrækt og eru ekki hentugir fyri

Próteinbiti með carob
Þessir bitar eru hið fullkomna nesti í bíltúrinn, gönguna eða vinnuna. Þeir eru sætir, fullir af próteinum og kalki, andoxunarefnum og hollri fitu.

Próteinkrem
Þetta krem er EINGÖNGU hugsað fyrir þá sem eru að bæta á sig vöðvum og eru á fullu í líkamsræktinni. Það er EKKI ekki ætlað börnum (nema í samráði við lækni).

Sesam- og döðlu orkubitar
Sesamfræ eru kalk- og próteinrík og valhnetur eru fullar af omega 3 fitusýrum sem eru svo góðar til að sporna gegn hjartasjúkdómum og of háum blóðþrýstingi.

Sólskinskúla
Við kaupum okkur oft svona sólskinskúlur í heilsubúðum hér í London. Þetta eru í raun bara sólblómafræ, rúsínur, hrískökur og byggmaltsíróp (enska: barley malt syrup) blandað saman í kúlu og látið harðna.

Súkkulaði- og pistachiohafrabitar
Uppskrift þessi kemur upprunalega úr The Australian Women's Weekly seríunni sem ég held mikið upp á.

Tofu- og kjúklingabaunabuff
Þetta eru hollir og léttir grænmetisborgarar. Ég steiki aldrei, aldrei grænmetisborrgara heldur baka ég þau í ofni.

Tortilla (vefjur)
Ég hef lengi átt þessa uppskrift en ekki birt hana fyrr en nú því ég er alltaf aðeins að breyta henni. Hún er núna orðin fín að mér finnst.

Útilegupottréttur með kúskús
Þetta er sniðugur réttur fyrir þá sem eru að hugsa um heilsuna upp á fjöllum og vilja hollan og góðan mat í stað þess að kaupa tilbúinn (yfirleitt miður hollan) mat í útivistarbúðum.

Útilegusveppasúpa með fjallagrösum
Frábær máltíð sem maður myndi ekki einu sinni vera óánægður með á fínasta veitingahúsi en úti í náttúrunni, uppi á fjalli, með fallegt útsýni, við sætan læk, í góðu veðri, er bara ekkert betra!