Sumaruppskriftir

Síða 5 af 6

Hér má finna sumarleg salöt, drykki og safa, alls kyns ís, frostpinna o.fl. Einnig má finna hollar kaldar sósur og fleira meðlæti sem passar t.d. með grillmatnum. Flokkurinn verður opinn fram í byrjun ágúst.


Peru- og engifermuffins

Þessi uppskrift kemur nokkuð breytt úr nýjustu bókinni hennar Nigellu Lawson, Nigella Express.

Hreinsandi og nærandi safi

Peru- og engifersafi

Þessi safi er afar hreinsandi og vítamínríkur þar sem perur innihalda helling af&;C vítamíni. Til dæmis inniheldur ein pera 11% af ráðlögðum dagskammti af C vítamíni (og sama gildir um kopar).

Pítusósa

Þessi létta pítusósa er nú tööööööluvert hollari en hefðbundin pítusósa sem er bara eitrað kransæðakítti. Þessi pítusósa passar vel með pítubrauði, sem ídýfa eða ofan á salat.

Hinsegin dagar 2013

Pride pinnar (gleðipinnar!)

Þessi uppskrift tók alveg voðalega langan tíma í undirbúningi en aðallega fyrir mig (því hún er sáraeinföld).

Pride uppskriftin 2017 - cashewbúðingur

Pride uppskriftir hef ég útbúið með einhverjum hléum í 10 ár eða svo.

Prideuppskriftin frá CafeSigrun 2015

Prideuppskrift CafeSigrun 2015: Pridekaka

Prideuppskrift CafeSigrun 2015 er að þessu sinni kaka.

Afar góður drykkur þó hann sé ljósbrúnn að lit

Rabarbara- og bananadrykkur

Ég veit að drykkurinn lítur ekki sérstaklega girnilega út svona ljósbrúnn en trúið mér...hann er dásamlega góður og fyrirgefst alveg ljótleikinn.

Dásamlegur ís, fullkominn yfir sumartímann

Rabarbara- og jarðarberjaís

Elva vinkona mín gaukar gjarnan að mér rabarbara yfir sumartímann. Það er alltaf gaman að fá rabarbarasendingu því þá er eiginlega vertíð í eldhúsinu mínu.

Hollur íshristingur (sjeik) með jarðarberja- og rabarbarabragði

Rabarbara- og jarðarberjaíshristingur (sjeik)

Nammi nammi. Það er fátt betra en hristingur (sjeik) á heitum sumardegi og þá er ég auðvitað að meina hollur hristingur.

Dásamlega bleikur og bragðgóður rabarbaraíspinni

Rabarbara- og jarðarberjaíspinnar

Þessir íspinnar/frostpinnar eru afar hollir og upplagðir yfir sumartímann þegar rabarbarinn er að spretta út um allar jarðir.

Dásamleg rabarbarabaka

Rabarbaracrumble (rabarbaramylsnubaka)

Ég á algjörlega tröllvaxinn rabarbara. Svo tröllvaxinn að stönglarnir ná rúmum metra á hæð (mínus blöðin sem eru eins og regnhlífar að stærð).

Sígildur rabarbaragrautur nema svolítið í hollari kantinum

Rabarbaragrautur

Það er hægt að gera margar útgáfur af rabarbaragraut og til dæmis er gaman að sjóða bláber með og ég hef líka pr&oacu

Hollir og góðir síðsumars muffinsar

Rabarbaramuffins

Ég var að fikta aðeins í eldhúsinu og mundi eftir rabarbarasultu sem ég átti í ísskápnum. Mér fannst upplagt að prófa sultuna í muffinsa og það tókst svona prýðilega.

Raita gúrkusósa

Þetta er sósa sem er oft notuð með indverskum mat því hún „kælir" munninn ef maður er að borða eitthvað sterkt. Þetta er líka fín ídýfa fyrir alls kyns niðurskorið grænmeti.

Raita með gúrku og myntu (jógúrtsósa)

Raita (jógúrtsósa) er algerlega ómissandi í indverskri matargerð þar sem hún „jafnar út" bragð.

Eiturrauður og vítamínríkur safi

Rauðrófu- og gulrótarsafi

Þessi safi er stútfullur af vítamínum og hollustu.

Litríkt salat til að lífga upp á daginn

Salat í nestið

Mér finnst þetta salat alveg ferlega fínt í nestið. Það hefur holla fitu úr avocadoinu, trefjar og prótein í kjúklingabaununum og svo allt vítamínið úr ávöxtunum og grænmetinu.

Salat sem passar með ýmsum mat

Þetta salat er hægt að nota við ýmis tækifæri og með ýmsum mat enda létt að búa til og afskaplega litríkt og fallegt. Fullt af vítamínum!

Salsa sem er eiginlega salat úr tómötum

Salsa

Þetta er uppskrift að hefðbundnu salsa sem oft er notað í mexikanskan mat en passar einstaklega vel sem meðlæti með öðrum mat líka, ekki síst grillmat sem og inn í vefjur.

Hollur og bragðgóður súkkulaðibúðingur

Súkkulaði- og bananabúðingur

Sérlega sniðugur súkkulaðibúðingur (súkkulaðimús) með hollri fitu úr cashewhnetum sem er afar góð fyrir hjarta og æðar.

Dásemdarkaka (hráfæðis) bragðgóð og fersk

Súkkulaði- og berjakaka (hráfæðiskaka)

Það er dásamlegt að eiga til eina svona í frystinum sem maður getur gripið til ef gestir kíkja við eða bara þegar græðgin nær yfirhöndinni.

Nammi namm, holl útgáfa af ís. Myndina tók Jónsi vinur minn

Súkkulaðibitaís

Ég var lengi búin að vera að prófa mig áfram með ís sem væri hollur, léttur og án eggja. Ég held að það hafi tekist hér.

Súkkulaðimyntuís

Ég gerði þennan ís nokkrum sinnum því hann misheppnaðist alltaf. Eða sko...hann misheppnaðist ekki í eiginlegri merkingu heldur varð hann svo ljótur á litinn.

Sumarlegt og hollt salat

Sumarlegt salat með appelsínum og vatnsmelónu

Þegar maður borðar þetta salat finnur maður eiginlega hollustuna streyma um sig enda er salatið algjör heimsmeistari í hollustu. Svo getur maður skipt út hráefni og bætt við.

Suðrænn og svalandi drykkur sem er frábær í hitanum

Svalandi ananas- og kókosdrykkur frá Uganda

Í rúmlega 40 stiga sátum við Jóhannes ásamt fleira fólki á Ginger sem er veitingastaður í bænum Jinja sem er alveg við upptök Nílar í Uganda eða þar sem Níl byrjar og Viktoríuvatn endar.