Páskar og veislur

Síða 3 af 3

Hér má finna uppskriftir sem henta sérlega vel um páskahátíðina (svona fyrir þá sem borða hvorki páskalamb né páskaegg frá sælgætisframleiðendum). Þær henta einnig vel í veislurnar (sem oft tröllríða öllu um þetta leyti) hvort sem um er að ræða fermingarveisluna, útskriftina eða jafnvel brúðkaupsveisluna (ok óhefðbundnu brúðkaupsveisluna). Það er algjör misskilningur að veislur þurfi að vera óhollar. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem kvarta og kveina yfir úrvalinu þegar hollar kökur eru í boði en almáttugur, þetta fólk getur þá tekið með sér nesti og borðað í fýlu út í horni, he he. Oftar en ekki eru það einmitt holla bakkelsið sem hverfur hraðar en það óholla. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart miðað við yfirlýsingar fólks um að hollt sé vont (það eru alltaf einhverjir). Lang flestir eru hamingjusamir með að geta a.m.k. valið þetta holla úr því óhollara. Aðalatriðið er að það sem borið er á borð sé bragðgott og að það líti vel út á borði (blóm og ferskir ávextir geta gert köku mun girnilegri en ella).

Uppskriftirnar í þessum flokki eru margprófaðar í ýmsum veislum og við ýmis tækifæri og ég hef hingað til ekki séð neinn skyrpa kræsingunum út úr sér!


Hollar vöfflur

Vöfflur

Það er ekki mikið hægt að segja um vöfflur nema að þær eru rosalega góðar, allavega ef þær eru hollar.

Afrískur baunaréttur

Zanzibar baunir með sætum kartöflum í kókossósu

Zanzibar tilheyrir Tanzaníu sem liggur í austurhluta Afríku. Ég kom til Zanzibar haustið 2007 og féll alveg fyrir töfrum eyjarinnar.