Páskar og veislur
Hér má finna uppskriftir sem henta sérlega vel um páskahátíðina (svona fyrir þá sem borða hvorki páskalamb né páskaegg frá sælgætisframleiðendum). Þær henta einnig vel í veislurnar (sem oft tröllríða öllu um þetta leyti) hvort sem um er að ræða fermingarveisluna, útskriftina eða jafnvel brúðkaupsveisluna (ok óhefðbundnu brúðkaupsveisluna). Það er algjör misskilningur að veislur þurfi að vera óhollar. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem kvarta og kveina yfir úrvalinu þegar hollar kökur eru í boði en almáttugur, þetta fólk getur þá tekið með sér nesti og borðað í fýlu út í horni, he he. Oftar en ekki eru það einmitt holla bakkelsið sem hverfur hraðar en það óholla. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart miðað við yfirlýsingar fólks um að hollt sé vont (það eru alltaf einhverjir). Lang flestir eru hamingjusamir með að geta a.m.k. valið þetta holla úr því óhollara. Aðalatriðið er að það sem borið er á borð sé bragðgott og að það líti vel út á borði (blóm og ferskir ávextir geta gert köku mun girnilegri en ella).
Uppskriftirnar í þessum flokki eru margprófaðar í ýmsum veislum og við ýmis tækifæri og ég hef hingað til ekki séð neinn skyrpa kræsingunum út úr sér!

Konfekt
Þessi uppskrift af konfekti er blanda úr nokkrum uppskriftum því eitt skiptið ætlaði ég að búa til hollt konfekt og var með 2 uppskrift

Kornflekskökur (kornflögukökur)
Ég ólst upp að hluta í Kanada og margt af því sem fólk af minni kynslóð þekkir, fór alveg fram hjá mér. Eins og t.d. Kardimommubærinn, Dýrin í Hálsaskógi, Stundin okkar og kornflekskökur.

Kryddað kjúklinga- og vínberjasalat
Þetta er einfaldur og hollur réttur, upplagður á sumardegi eða þegar maður vill bera fram kaldan og hollan rétt.

Kúskúskaka með ávöxtum
Þessa köku geri ég oft (hún er af Grænum kosti og birt með góðfúslegu leyfi Sollu).

Límónu- og macadamiakökur
Macadamiahnetur minna mig alltaf á Afríku og þá sérstaklega Kenya því í hvert skipti sem ég fer þangað kaupi ég hrúgu af macadamiahnetum enda eru þær ódýrar þar.

Litlar hnetusteikur með tómatsívafi
Það má útbúa stærri hnetusteik (frekar en að gera litlar hnetusteikur) en mér finnst gaman að bera fram svona litlar fyrir hvern og einn og skreyta með grjónum, salati, sósu o.fl.

Möndlu- og agúrkusalat
Þetta salat er alveg hreint dæmalaust hollt og hreinsandi. Það er beinlínis barmafullt af vítamínum, próteinum, kalki, trefjum, steinefnum, andoxunarefnum og ég veit ekki hvað.

Mozzarella salat með tómötum og basil
Þetta salat þekkja eflaust margir sem hafa verið á Ítalíu og er líklega ein af ástæðunum fyrir því að Ítalir lifa svona lengi.

Myntu-, kiwi- og ananasdrykkur
Þessi uppskrift er úr bókinni Lean Food sem er úr The Australian Womens Weekly seríunni sem ég held mikið upp á.

Pecankaka með súkkulaði- og cashewmauksfyllingu
Þessi er dásamlega holl og góð. Í pecanhnetum og cashewhnetum er holl fita sem hjálpar til við að halda hjartanu heilbrigðu.

Pistachio- og kókoskonfekt með trönuberjum
Þetta konfekt er algjörlega unaðslegt. Ég hef, held ég varla búið til betri mola með kaffinu.

Pönnsur (pönnukökur)
Hér er fín uppskrift af speltpönnukökum. Pönnukökur með góðri hindberja- eða jarðarberjasultu (og svolítilli slettu af þeyttum rjóma) er eitt það besta sem ég fæ. Nammi namm.

Rauðrófusalat - tvær útgáfur (krydduð og sæt)
Flestir Íslendingar þekkja rauðrófusalat sem gjarnan er borið fram á jólunum eða notað ofan á rúgbrauð ásamt t.d. síld.

Rækjusalat
Þetta er létt útgáfa af hefðbundnu rækjusalati og voðalega gott með brauði, kexi, hrökkbrauði o.fl. Ég set basil og karrí út í salatið og mér finnst það gefa mjög gott bragð.

Snittubrauð
Einfalt, fljótlegt og hollt snittubrauð. Þó að snittubrauðið sé ekki eins létt og loftkennt og út úr búð þá er það auðvitað í staðinn mun hollara!

Súkkulaði- og berjakaka (hráfæðiskaka)
Það er dásamlegt að eiga til eina svona í frystinum sem maður getur gripið til ef gestir kíkja við eða bara þegar græðgin nær yfirhöndinni.

Súkkulaði- og möndlubitar (fudge)
Ég veit ekki hvað fudge er á íslensku svo ég lét orðið bara í sviga fyrir aftan nafn uppskriftarinnar.

Súkkulaði- og pistachiohafrabitar
Uppskrift þessi kemur upprunalega úr The Australian Women's Weekly seríunni sem ég held mikið upp á.

Sumarlegt salat með appelsínum og vatnsmelónu
Þegar maður borðar þetta salat finnur maður eiginlega hollustuna streyma um sig enda er salatið algjör heimsmeistari í hollustu. Svo getur maður skipt út hráefni og bætt við.

Svalandi ananas- og kókosdrykkur frá Uganda
Í rúmlega 40 stiga sátum við Jóhannes ásamt fleira fólki á Ginger sem er veitingastaður í bænum Jinja sem er alveg við upptök Nílar í Uganda eða þar sem Níl byrjar og Viktoríuvatn endar.

Svalandi melónudrykkur frá Kenya
Ég gleymi aldrei þegar við komum til Mombasa vorið 2006 í kæfandi hita og fengum ískaldan melónudrykk í glasi þegar við komum á hótelið okkar. Nammmmmm. Það er fátt meira hressandi í sumarhita.

Sætar kartöflur í hnetu- og engifersósu
Sætar kartöflur eru notaðar mikið í vestur Afríku og ásamt hnetum gerir þennan rétt bæði saðsaman og sætkryddaðan.

Tortilla (vefjur)
Ég hef lengi átt þessa uppskrift en ekki birt hana fyrr en nú því ég er alltaf aðeins að breyta henni. Hún er núna orðin fín að mér finnst.

Vefjur með spínati og hummus
Þessi réttur er svo hollur og svo einfaldur að það er hálf asnalegt að borða hann ekki á hverjum degi!