Páskar og veislur

Síða 1 af 3

Hér má finna uppskriftir sem henta sérlega vel um páskahátíðina (svona fyrir þá sem borða hvorki páskalamb né páskaegg frá sælgætisframleiðendum). Þær henta einnig vel í veislurnar (sem oft tröllríða öllu um þetta leyti) hvort sem um er að ræða fermingarveisluna, útskriftina eða jafnvel brúðkaupsveisluna (ok óhefðbundnu brúðkaupsveisluna). Það er algjör misskilningur að veislur þurfi að vera óhollar. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem kvarta og kveina yfir úrvalinu þegar hollar kökur eru í boði en almáttugur, þetta fólk getur þá tekið með sér nesti og borðað í fýlu út í horni, he he. Oftar en ekki eru það einmitt holla bakkelsið sem hverfur hraðar en það óholla. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart miðað við yfirlýsingar fólks um að hollt sé vont (það eru alltaf einhverjir). Lang flestir eru hamingjusamir með að geta a.m.k. valið þetta holla úr því óhollara. Aðalatriðið er að það sem borið er á borð sé bragðgott og að það líti vel út á borði (blóm og ferskir ávextir geta gert köku mun girnilegri en ella).

Uppskriftirnar í þessum flokki eru margprófaðar í ýmsum veislum og við ýmis tækifæri og ég hef hingað til ekki séð neinn skyrpa kræsingunum út úr sér!


Afmælisdöðlutertan sígilda og góða

Afmælisdöðluterta

Ég hef gert þessa köku fyrir ótal afmælisveislur, fermingarveislur, jólaboð, kaffiboð o.fl.

Konfektið góða sem passar með öllu

Ávaxtakonfekt

Lísa Hjalt vinkona mín gaukaði að mér þessari uppskrift sem hún rakst á í dönsku blaði. Uppskriftin er einföld og ódýr (engar hnetur) og nokkuð fljótleg.

Bláberjaostakakan góða

Bláberjaostakaka

Þessi uppskrift er nánast sú sama og að Ostakökunni með gríska jógúrtinu og pistachiohnetunum hérna á síðunni. Athugið að best er að útbúa kökuna deginum áður og leyfa henni að kólna í 12 klst.

Bruschetta með tómötum, hvítlauk og ólífuolíu

Bruschetta (snittubrauð með tómötum, hvítlauk og ólífuolíu)

Þetta er svoooo, svoooo, svoooo góð samsetning og ekki versnar hún með vel þroskuðu avocadoi söxuðu ofan á tómatana. Namm.

Þeyttur cashewhneturjómi

Cashewhneturjómi

Þessi rjómi er sniðugur fyrir þá sem þola ekki mjólkurvörur eða soyarjóma en vilja samt gera vel við sig t.d. á tyllidögum.

Djúsí hnetukaka, borin fram með þeyttum rjóma

Djúsí kaka með hnetum

Þessi kaka er afar ljúffeng og holl með öllum hnetunum og þurrkuðu ávöxtunum. Hún er ekki hráfæðiskaka því hneturnar eru ristaðar og súkkulaðið er ekki hrátt en auðvelt er að leysa hvoru tveggja.

Holl sulta upplögð á vöfflurnar

Döðlusulta

Þetta er heimsins einfaldasta sulta og passar rosa vel með t.d. vöfflum, í haframjölstertur (milli laga) ofan á kex með osti, ofan á hummus og margt fleira.

Einföld og fljótleg kaka, upplögð í afmæli og fleira

Einföld og fljótleg kaka með carob

Ég er mjög hrifin af kökunum á Grænum kosti (þessi uppskrift er þaðan) því ég borða ekki þessar venjulegu kökur sem eru hlaðnar óhollostu eins og smjöri, hvítum sykri, hvítu hveiti, rjóma osfrv.

Engiferöl, frískandi og hollt

Engiferöl

Þetta er mín útgáfa af engiferöli (Ginger Ale)” sem er drykkur sem margir sem hafa búið erlendis þekkja.

Espressosúkkulaðikaka

Þessi kaka getur nánast vakið mann upp frá roti. Enda er hún ekki ætluð fyrir börn heldur fullorðna eingöngu.

Nammi namm þessi kaka er algjört sælgæti

Franska súkkulaðikakan hennar Lísu

Lísa Hjalt vinkona mín er mögnuð kona og þriggja barna móðir, ein af þessum íslensku ofurkonum sem virðast geta allt.

Góðar og hollar speltbollur með öllum mat

Góðar brauðbollur með öllum mat

Þessar brauðbollur er auðvelt að búa til og má setja eitthvað annað en sólþurrkaða tómata og ólífur í þær. Það er t.d. upplagt að setja rifnar gulrætur, grillaða papriku og jafnvel kúrbít út í bollurnar.

Alvöru gulrótarkaka en ekki með óhollu kremi!

Gulrótarkaka með kremi

Sumir fá sér gulrótarkökusneið á kaffihúsum af því „eitthvað með gulrótum HLÝTUR að vera hollt, ekki satt&rd

Dásamlega (og hráa) gulrótarkakan hans Alberts

Gulrótarkakan hans Alberts

Þessa uppskrift sendi notandi vefjarins, Albert Eiríksson mér og mælti með að ég prófaði. Sem ég gerði daginn eftir og sé ekki eftir því.

Svolítið ljótar en góðar eru þær!

Heslihnetusmákökur með sultutoppi

Þessar eru nokkuð fljótlegar og auðveldar í undirbúningi. Ekki sakar að fá smá hjálp frá litlum fingrum til að útbúa holu í hverja smáköku þar sem sultan fer ofan í.

Heslihnetutrufflur

Heslihnetutrufflur

Mig langaði mikið að kalla þessar truflur ástarkúlur eða ánægjudúllur eða gleðibolta....því þær eru svo góðar. Og þær gera mig svo glaða.

Holl sæla

Hjónabandssæla

Þegar ég var yngri hélt ég að hjónabandssæla héti hjónabands-æla (og hélt alltaf að verið væri að gera grín að hjónabandi með því að gera svona ljóta köku því ekki eru hjónabandssælur nú sérstaklega fallegar).

Hnetusmjörskaka óbökuð, upplögð í saumaklúbbinn og dásamlega góð

Hnetusmjörskaka

Fyrir einhverjum árum síðan sá ég uppskrift á netinu á einum af þessum fjölmörgum síðum sem maður rekur augun í á vafri sínu um frumskóga alnetsins.

Hummus

Við fáum okkur afskaplega oft hummus og nýbakað brauð, með fullt af grænmeti og það er ofsalega góð máltíð. Maður verður alveg pakksaddur.

Mildur og bragðgóður réttur

Indverskur réttur með sætum kartöflum og spínati

Afar mildur, og bragðgóður réttur.

Yndisleg hnetusteik

Karríhnetusteik

Þessi hnetusteik er hreint út sagt frábær.

Létt og fínt kjúklingasalat

Kjúklingasalat með mangókarrísósu

Það er upplagt að hafa þessa uppskrift daginn eftir Tandoori kjúklinginn því hráefnin eru ekkert ósvipuð (kryddin og mango chutneyið).

Mild og bragðgóð súpa fyrir alla fjölskylduna

Kókos- og límónusúpa

Þessi súpa er svolítið „öðruvísi”, krydduð en ansi góð og sérlega drjúg. Kókosmjólkin, engiferið og límónan passa vel saman og gefa ferskt bragð með thailensku ívafi.

Kókosbrauðbollur í skál frá Uganda

Kókosbrauðbollur

Þetta er það brauð sem ég baka sennilega hvað oftast og geri þá yfirleitt brauðbollur frekar en brauð. Mér finnst það svo létt og fínt og alveg ofsalega bragðgott.

Kókoskúlur slá alltaf í gegn

Kókoskúlur

Ég hef fengið ótal fyrirspurnir í gegnum tíðina varðandi kókoskúlur. Þær eru greinilega eitthvað sem fólki þykir ómissandi.