Kökur og eftirréttir

Síða 8 af 8

Ég nota aldrei rjóma, smjör, hvítan sykur, ger eða hvítt hveiti í bakstur. Ég nota oft lífrænt framleidd ávaxtamauk (barnamat) í staðinn fyrir smjör og nota svo kókosolíu á móti. Í staðinn fyrir hvítan sykur í bakstri nota ég Rapadura hrásykur eða sætuefni eins og agavesíróp, byggmaltsíróp, hlynsíróp, döðlur, barnamat o.s.frv. Eins og áður sagði nota ég kókosolíu sem fitugjafa en einnig nota ég mikið hnetur sem fitugjafa þar sem þar á við (eins og t.d. í kökubotna) í staðinn fyrir smjör. Hnetusmjör, möndlusmjör, cashewhnetumauk og sesamsmjör (tahini) eru allt frábærir og hollir fitugjafar. Ég reyni að miða við að nota aldrei meira en 3 mtsk af hreinni olíu í neinni kökuuppskrift NEMA í smákökuuppskriftunum en þar er nánast ómögulegt að nota minni fitu nema maður vilji að smákökurnar endi sem smákökubrauð (því þær verða svo linar og ómögulegar, eins og brauð).

Munið þó að þar sem ekki er mikil fita í kökunum þá er ekki hægt að geyma þær mjög lengi. Jóhannes hefur reyndar séð til þess að ég þurfi aldrei að hafa áhyggjur af því að þurfa að geyma kökur! Einnig má geta þess að ísarnir sem ég geri innihalda ekki rjóma, eggjarauður, hvítan sykur (eða flórsykur) eða neitt slíkt. Margir ísarnir eru meira að segja mjólkurlausir.

Það er ekki oft sem segja má um kökur að þær séu sprengfullar af vítamínum, flóknum kolvetnum, trefjum, andoxunarefnum, próteinum og hollri fitu en þannig kökur má einmitt finna hér. Sumar kökurnar eru svo hollar að þær mætti borða dag hvern í morgunmat! Ráðlagður dagsskamtur: Ein kökusneið!


Valhnetunammi

Valhnetu- og hunangsnammi

Jóhannesi fannst þessar rosalega góðar (og fleiri sem ég þekki) en mér fannst þær síðri, kannski af því að &

Gómsætar hráar smákökur

Valhnetu- og rúsínukökur

Þessar kökur eru svo hollar að þær virka eins og vítamíntöflur. Þær eru óbakaðar og því nýtast ensímin og vítamínin til fulls.

Vanillubúðingur, hollur og góður

Vanillubúðingur

Þetta er reyndar meiri bananabúðingur en vanillubúðingur því bananabragðið er nokkuð sterkt.

Hollur og góður vanilluís án mjólkur, rjóma eða eggja

Vanilluís

Þetta er ansi holl útgáfa af jóla-vanilluís. Það er enginn rjómi, engin egg og enginn hvítur sykur í ísnum. Ég notaði kókosolíu, agavesíróp og möndlumjólk. Döðlurnar gefa líka sætt bragð.

Vanilluhristungur, svo miklu hollari en út úr búð en svo æðislega góður!

Vanillumjólkurhristingur (sjeik)

Þessi hristingur er upplagður á heitum sumardegi í staðinn fyrir að fara í ísbúðina, og milljón sinnum hollari líka.

Afskaplega fínar og auðveldar vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur

Ég var hér áður fyrr ekki mikil bolludagskona og í bernsku, þegar ég fékk bollur skóf ég rjómann og sultuna úr og borðaði en henti bollunum sjálfum (eða gaf hestunum mínum), mörgum til mikillar ske

Ljómandi góðar glúteinlausar vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur með cashewrjóma og jarðarberjasósu

Ég get sagt ykkur það...að ég fór næstum því með heilt eggjabú í tilraunir á þessum bollum. Ég keypti eggjabakka eftir eggjabakka eftir eggjabakka og þær mistókust ALLTAF.

Hollar vöfflur

Vöfflur

Það er ekki mikið hægt að segja um vöfflur nema að þær eru rosalega góðar, allavega ef þær eru hollar.