Kökur og eftirréttir
Ég nota aldrei rjóma, smjör, hvítan sykur, ger eða hvítt hveiti í bakstur. Ég nota oft lífrænt framleidd ávaxtamauk (barnamat) í staðinn fyrir smjör og nota svo kókosolíu á móti. Í staðinn fyrir hvítan sykur í bakstri nota ég Rapadura hrásykur eða sætuefni eins og agavesíróp, byggmaltsíróp, hlynsíróp, döðlur, barnamat o.s.frv. Eins og áður sagði nota ég kókosolíu sem fitugjafa en einnig nota ég mikið hnetur sem fitugjafa þar sem þar á við (eins og t.d. í kökubotna) í staðinn fyrir smjör. Hnetusmjör, möndlusmjör, cashewhnetumauk og sesamsmjör (tahini) eru allt frábærir og hollir fitugjafar. Ég reyni að miða við að nota aldrei meira en 3 mtsk af hreinni olíu í neinni kökuuppskrift NEMA í smákökuuppskriftunum en þar er nánast ómögulegt að nota minni fitu nema maður vilji að smákökurnar endi sem smákökubrauð (því þær verða svo linar og ómögulegar, eins og brauð).
Munið þó að þar sem ekki er mikil fita í kökunum þá er ekki hægt að geyma þær mjög lengi. Jóhannes hefur reyndar séð til þess að ég þurfi aldrei að hafa áhyggjur af því að þurfa að geyma kökur! Einnig má geta þess að ísarnir sem ég geri innihalda ekki rjóma, eggjarauður, hvítan sykur (eða flórsykur) eða neitt slíkt. Margir ísarnir eru meira að segja mjólkurlausir.
Það er ekki oft sem segja má um kökur að þær séu sprengfullar af vítamínum, flóknum kolvetnum, trefjum, andoxunarefnum, próteinum og hollri fitu en þannig kökur má einmitt finna hér. Sumar kökurnar eru svo hollar að þær mætti borða dag hvern í morgunmat! Ráðlagður dagsskamtur: Ein kökusneið!
Pecankaka með súkkulaði- og cashewmauksfyllingu
Þessi er dásamlega holl og góð. Í pecanhnetum og cashewhnetum er holl fita sem hjálpar til við að halda hjartanu heilbrigðu.
Peru- og engifermuffins
Þessi uppskrift kemur nokkuð breytt úr nýjustu bókinni hennar Nigellu Lawson, Nigella Express.
Piparkökudropar
Mig langaði svo að baka hollar piparkökur því ég elska lyktina sem kemur þegar þær eru að bakast.
Piparkökur
Búa má til piparkökukarla (og konur) og alls kyns fleiri skemmtilegar fígúrur úr þessu deigi. Einnig hentar þetta deig fyrir lítil piparkökuhús.
Piparkökur
Ég skora á ykkur að baka þessar og segja engum að þær séu glúteinlausar.
Pistachio og súkkulaðibitamuffins
Þessi uppskrift er glúteinlaus og er úr bókinni Gluten-Free French Desserts and Baked Goods eftir Valérie Cupillard.
Pistachio- og döðlumuffins
Ég veit ekki hvers vegna mér datt í hug pistachio muffinsar þegar ég var við miðbaug Uganda mars 2008.
Pistachio- og kókoskonfekt með trönuberjum
Þetta konfekt er algjörlega unaðslegt. Ég hef, held ég varla búið til betri mola með kaffinu.
Pönnsur (pönnukökur)
Hér er fín uppskrift af speltpönnukökum. Pönnukökur með góðri hindberja- eða jarðarberjasultu (og svolítilli slettu af þeyttum rjóma) er eitt það besta sem ég fæ. Nammi namm.
Pride ísdrykkurinn
Þetta er sannkallaður gleðiísdrykkur, ég sé a.m.k. ekki að neinn geti verið stúrinn yfir að halda á glasi með regnboganum í!
Pride pinnar (gleðipinnar!)
Þessi uppskrift tók alveg voðalega langan tíma í undirbúningi en aðallega fyrir mig (því hún er sáraeinföld).
Pride uppskriftin 2016 (óbökuð kaka með salthnetu- og döðlubotni)
Á hverju ári núna í mörg ár hef ég útbúið Pride uppskrift til stuðnings margbreytilegu og alls konar fólki. Án fjölbreytileikans væri lífið afskaplega þurrt og leiðinlegt.
Pride uppskriftin 2017 - cashewbúðingur
Pride uppskriftir hef ég útbúið með einhverjum hléum í 10 ár eða svo.
Próteinbitar
Þessir bitar eru eingöngu hugsaðir fyrir þá sem eru að bæta á sig vöðvum eða eru í líkamsrækt og eru ekki hentugir fyri
Próteinbiti með carob
Þessir bitar eru hið fullkomna nesti í bíltúrinn, gönguna eða vinnuna. Þeir eru sætir, fullir af próteinum og kalki, andoxunarefnum og hollri fitu.
Próteinkrem
Þetta krem er EINGÖNGU hugsað fyrir þá sem eru að bæta á sig vöðvum og eru á fullu í líkamsræktinni. Það er EKKI ekki ætlað börnum (nema í samráði við lækni).
Próteinríkt haframjöls- og bananabrauð
Þessi uppskrift var víst búin til af einhverri vaxtaræktarkonu (útskýrir kannski allar eggjahvíturnar!!) en mér var send uppskriftin.
Rabarbara- og jarðarberjaís
Elva vinkona mín gaukar gjarnan að mér rabarbara yfir sumartímann. Það er alltaf gaman að fá rabarbarasendingu því þá er eiginlega vertíð í eldhúsinu mínu.
Rabarbara- og jarðarberjaíshristingur (sjeik)
Nammi nammi. Það er fátt betra en hristingur (sjeik) á heitum sumardegi og þá er ég auðvitað að meina hollur hristingur.
Rabarbara- og jarðarberjaíspinnar
Þessir íspinnar/frostpinnar eru afar hollir og upplagðir yfir sumartímann þegar rabarbarinn er að spretta út um allar jarðir.
Rabarbaracrumble (rabarbaramylsnubaka)
Ég á algjörlega tröllvaxinn rabarbara. Svo tröllvaxinn að stönglarnir ná rúmum metra á hæð (mínus blöðin sem eru eins og regnhlífar að stærð).
Rabarbaragrautur
Það er hægt að gera margar útgáfur af rabarbaragraut og til dæmis er gaman að sjóða bláber með og ég hef líka pr&oacu
Rabarbaramuffins
Ég var að fikta aðeins í eldhúsinu og mundi eftir rabarbarasultu sem ég átti í ísskápnum. Mér fannst upplagt að prófa sultuna í muffinsa og það tókst svona prýðilega.
Rúsínuhafrakökur
Þessar smákökur eru svo, svo góðar og jólalegar og það kemur hreint út sagt yndisleg lykt í húsið þegar maður bakar þær.
Rúsínuklattar
Þetta eru nú eiginlega þykkar pönnsur með rúsínum og jógúrti/súrmjólk.