Kökur og eftirréttir

Síða 4 af 8

Ég nota aldrei rjóma, smjör, hvítan sykur, ger eða hvítt hveiti í bakstur. Ég nota oft lífrænt framleidd ávaxtamauk (barnamat) í staðinn fyrir smjör og nota svo kókosolíu á móti. Í staðinn fyrir hvítan sykur í bakstri nota ég Rapadura hrásykur eða sætuefni eins og agavesíróp, byggmaltsíróp, hlynsíróp, döðlur, barnamat o.s.frv. Eins og áður sagði nota ég kókosolíu sem fitugjafa en einnig nota ég mikið hnetur sem fitugjafa þar sem þar á við (eins og t.d. í kökubotna) í staðinn fyrir smjör. Hnetusmjör, möndlusmjör, cashewhnetumauk og sesamsmjör (tahini) eru allt frábærir og hollir fitugjafar. Ég reyni að miða við að nota aldrei meira en 3 mtsk af hreinni olíu í neinni kökuuppskrift NEMA í smákökuuppskriftunum en þar er nánast ómögulegt að nota minni fitu nema maður vilji að smákökurnar endi sem smákökubrauð (því þær verða svo linar og ómögulegar, eins og brauð).

Munið þó að þar sem ekki er mikil fita í kökunum þá er ekki hægt að geyma þær mjög lengi. Jóhannes hefur reyndar séð til þess að ég þurfi aldrei að hafa áhyggjur af því að þurfa að geyma kökur! Einnig má geta þess að ísarnir sem ég geri innihalda ekki rjóma, eggjarauður, hvítan sykur (eða flórsykur) eða neitt slíkt. Margir ísarnir eru meira að segja mjólkurlausir.

Það er ekki oft sem segja má um kökur að þær séu sprengfullar af vítamínum, flóknum kolvetnum, trefjum, andoxunarefnum, próteinum og hollri fitu en þannig kökur má einmitt finna hér. Sumar kökurnar eru svo hollar að þær mætti borða dag hvern í morgunmat! Ráðlagður dagsskamtur: Ein kökusneið!


Hálfmánar

Ég held að þessi uppskrift sé upprunalega af Grænum Kosti því ég sá svipaða uppskrift í bókinni hennar Sollu. Uppskriftin er allavega góð eins og allt frá henni.

Suðrænn muffins með ananas og kókos

Hawaii ananasmuffins

Þessi uppskrift er upprunalega úr bók sem ég pantaði af Amazon og heitir The Joy of Muffins. Nigella Lawson (sjónvarpskokkur) mælti með henni og ég sé ekki eftir að hafa keypt hana.

Bláberjasósa, sprengfull af hollustu

Heit bláberja- og vanillusósa

Dásemdarsósa sem er (ég get svo svarið það) góð út á allt, hvort sem það er ís, í drykki (smoothie), yfir kökur, í jógúrt eða bara ein og sér upp úr pottinum.

Heitir ávextir með ís

Heitur ávaxtaeftirréttur með hnetum

Ég fékk þessa fínu uppskrift hjá Smára bróður og Önnu Kristínu konunni hans. Þetta er hollur og góður eftirréttur, fullur af vítamínum og andoxunarefnum ásamt hollri fitu úr hnetunum.

Svolítið ljótar en góðar eru þær!

Heslihnetusmákökur með sultutoppi

Þessar eru nokkuð fljótlegar og auðveldar í undirbúningi. Ekki sakar að fá smá hjálp frá litlum fingrum til að útbúa holu í hverja smáköku þar sem sultan fer ofan í.

Heslihnetutrufflur

Heslihnetutrufflur

Mig langaði mikið að kalla þessar truflur ástarkúlur eða ánægjudúllur eða gleðibolta....því þær eru svo góðar. Og þær gera mig svo glaða.

Holl sæla

Hjónabandssæla

Þegar ég var yngri hélt ég að hjónabandssæla héti hjónabands-æla (og hélt alltaf að verið væri að gera grín að hjónabandi með því að gera svona ljóta köku því ekki eru hjónabandssælur nú sérstaklega fallegar).

Hjónabandssælan hennar mömmu

Hjónabandssælan hennar mömmu

Mamma mín heitin var afbragðs hjónabandssælubakari. Hún bakaði gjarnan á haustin og gaf til vina og ættingja sem fóru lukkulegir heim með hjónabandssælu undir arminn.

Syndsamlega góðar jólasmákökur

Hlynsíróps- og sesamsmjörssmákökur

Þó þið prófið bara eina smákökuupskrift um jólin þá myndi ég prófa þessa. Smákökurnar eru syndsamlega góðar, algerlega ávanabindandi.

Vanillusmákökur, svo góðar

Hlynsíróps- og vanillusmákökur

Þessar smákökur eru mjög jólalegar og góðar og það er nokkuð afgerandi vanillubragð af þeim sem mér finnst einstaklega gott.

Hnetusmjörskaka óbökuð, upplögð í saumaklúbbinn og dásamlega góð

Hnetusmjörskaka

Fyrir einhverjum árum síðan sá ég uppskrift á netinu á einum af þessum fjölmörgum síðum sem maður rekur augun í á vafri sínu um frumskóga alnetsins.

Hnetukökurnar góðu

Hnetusmjörskökur

Nú hugsið þið örugglega..... las ég rétt? Hnetusmjörskökur? Jú þið lásuð rétt. Ég hef notað hnetusmjör í mörg ár og margir hvá við.

Gott að maula

Hrískökur með súkkulaði eða carob

Þetta er einstaklega fljótlegt og upplagt að gera þegar mann langar í eitthvað sætt en ekki neitt of óhollt.

Skemmtileg tilbreyting í konfektflórunni

Ískonfekt

Ískonfekt er alltaf svo skemmtilegt finnst mér því bæði er um að ræða konfekt með t.d. súkkulaði utan um og svo er maður með sörpræs líka því konfektmolinn er frosinn.

 Kökurnar urðu svolítið ljótar því ég á ekki rjómasprautupoka

Ítalskar súkkulaði- og möndlusmákökur

Ég fékk þessa uppskrift úr ítölsku matreiðslubókinni hennar Elvu vinkonu sem ég var einu sinni með í láni (sko ég var með bókina að láni, ekki Elvu).

 Litríkir og hollir íspinnar fyrir alla

Jarðarberja- og banana íspinnar

Þetta eru aldeilis frábærlega hollir íspinnar. Þegar ég dreg þessa úr frystinum brosa bæði krakkar og fullorðnir út að eyrum og sleikja út um.

Krúttlegar hráfæðissmákökur fyrir Valentínusardaginn

Jarðarberjahrákökur

Þessar krúttlegu hráfæðissmákökur eru upplagðar fyrir Valentínusardaginn.

Jógúrtís með ananas og kiwi

Jógúrtís með ananas og kiwi

Þetta er dálítið suðrænn ís þar sem í honum er meðal annars ananas og kiwi.

Jólakaka með ensku ívafi, en holl

Jólakaka með ensku ívafi

Bretar elska puddingana sína (puddings).

Mjög líklega hollasta jólakonfektið!

Jólakonfekt

Þetta konfekt er nokkuð hollt og gott jólakonfekt, fullt af próteini, hollri fitu, trefjum, C vítamíni, flóknum kolvetnum, andoxunarefnum og járni.

Kakó- og heslihnetutrufflur

Trufflur. Orðið eitt færir bros á varir mínar. Hugsanlega ætti að leynast vottur af samviskubiti líka...en það fer lítið fyrir því. Í reynd örlar ekki á samviskubiti. Trufflur eru svo góðar.

Ilmandi kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Ég hef hundrað sinnum verið beðin um uppskrift af kanilsnúðum í gegnum tíðina. Ég hef yfirleitt átt eina svona baka til en hef ekki birt hana fyrr en nú.

Kókoskúlur slá alltaf í gegn

Kókoskúlur

Ég hef fengið ótal fyrirspurnir í gegnum tíðina varðandi kókoskúlur. Þær eru greinilega eitthvað sem fólki þykir ómissandi.

Konfekt sem er upplagt á jólunum og alla hina dagana líka!

Konfekt

Þessi uppskrift af konfekti er blanda úr nokkrum uppskriftum því eitt skiptið ætlaði ég að búa til hollt konfekt og var með 2 uppskrift

Kraftar í kögglum, góður próteinbiti fyrir ræktina

Kraftaköggull - fyrir ræktina

Þessir orkubitar eru alveg svakalega fínir og alveg æðislegir eftir ræktina til að hjálpa vöðvunum aðeins til að stækka.