Drykkir

Síða 3 af 3

Drykkir, drykkir, drykkir. Það er fátt betra en góður drykkur í glasi (og þá er ég að meina ávaxta- og eða grænmetisdrykkur). Ég er hrifin af þykkum drykkjum (með hnetugrunni) en ég er líka mjög hrifin af söfum sem eru nýpressaðir. Við búum svo vel hér í London að á öðru hverju götuhorni er góður safabar (djúsbar). Við erum afar dugleg að grípa með okkur glös af þessum undramjöðum sem afgreiðslufólkið töfrar fram. Drykkir geta svo sannarlega verið vítamínbúst og allir drykkirnir á þessarri síðu eiga það sameiginlegt (vonandi) að bæta, hressa og kæta!


Hressandi og nærandi drykkur með papaya

Papaya- og bananahristingur

Ég átti papaya sem var á leiðinni að skemmast svo ég ákvað að skera það í bita og frysta það. Var reyndar ekki viss um hvort yrði í lagi með það en ákvað að prófa og notaði í „hristing”.

Hreinsandi og nærandi safi

Peru- og engifersafi

Þessi safi er afar hreinsandi og vítamínríkur þar sem perur innihalda helling af&;C vítamíni. Til dæmis inniheldur ein pera 11% af ráðlögðum dagskammti af C vítamíni (og sama gildir um kopar).

Mjólkurlaus mjólkurdrykkur

Pistachiomjólk

Þetta er frábær morgundrykkur, mátulega sætur og afar saðsamur.

Pride drykkurinn

Pride ísdrykkurinn

Þetta er sannkallaður gleðiísdrykkur, ég sé a.m.k. ekki að neinn geti verið stúrinn yfir að halda á glasi með regnboganum í!

Prótein og kalk í glasi

Prótein- og kalkrík hnetu- og möndlumjólk

Þessi drykkur er mjög próteinríkur og hollur fyrir hjartað sem og beinin. Upplagður að morgni eftir ræktina, sérstaklega fyrir þá sem vilja ekki neinar mjólkurvörur.

Afar góður drykkur þó hann sé ljósbrúnn að lit

Rabarbara- og bananadrykkur

Ég veit að drykkurinn lítur ekki sérstaklega girnilega út svona ljósbrúnn en trúið mér...hann er dásamlega góður og fyrirgefst alveg ljótleikinn.

Rabarbara- og jarðarberjadrykkur

Elva vinkona mín lagði til að ég prófaði þennan drykk en hann er úr bókinni Innocent Smoothie Recipe Book sem ég held mikið upp á.

Hollur íshristingur (sjeik) með jarðarberja- og rabarbarabragði

Rabarbara- og jarðarberjaíshristingur (sjeik)

Nammi nammi. Það er fátt betra en hristingur (sjeik) á heitum sumardegi og þá er ég auðvitað að meina hollur hristingur.

Eiturrauður og vítamínríkur safi

Rauðrófu- og gulrótarsafi

Þessi safi er stútfullur af vítamínum og hollustu.

Rauður og hollur drykkur

Rauðrófudetoxdrykkur

Ég fann þessa uppskrift aftan á umbúðum drykkjar sem ég keypti frá Innocent hér í London en sá var einmitt detox drykkur.

Þessa mynd tók ég af teinu sem ég fékk í skóginum

Sítrónugraste úr kryddskóginum á Zanzibar

Þetta te fékk ég á Zanzibar haustið 2007.

Suðrænn og svalandi drykkur sem er frábær í hitanum

Svalandi ananas- og kókosdrykkur frá Uganda

Í rúmlega 40 stiga sátum við Jóhannes ásamt fleira fólki á Ginger sem er veitingastaður í bænum Jinja sem er alveg við upptök Nílar í Uganda eða þar sem Níl byrjar og Viktoríuvatn endar.

Vítamín og hollusta í glasi

Svalandi melónudrykkur frá Kenya

Ég gleymi aldrei þegar við komum til Mombasa vorið 2006 í kæfandi hita og fengum ískaldan melónudrykk í glasi þegar við komum á hótelið okkar. Nammmmmm. Það er fátt meira hressandi í sumarhita.

Sætur og járnríkur risaeðludrykkur

Sætur og járnríkur spergilkálssafi (risaeðludrykkur)

Þessi drykkur er einstaklega vítamínríkur og hressandi. Í spergilkáli (brokkolíi) er mikið af C og K sem og A vítamínum.

Töfradrykkurinn

Töfradrykkur fyrir krakka

Þessi er heldur betur upplagður fyrir krakka. Litirnir eru svo skemmtilegir og ef maður hrærir í drykknum þá breytast litirnir eins og fyrir töfra.

Vanilluhristungur, svo miklu hollari en út úr búð en svo æðislega góður!

Vanillumjólkurhristingur (sjeik)

Þessi hristingur er upplagður á heitum sumardegi í staðinn fyrir að fara í ísbúðina, og milljón sinnum hollari líka.