Epla- og apríkósubrauð
7. júní, 2004
Þetta kökubrauð er upplagt eftir matinn og alls ekki of sætt. Það er léttkryddað og passar reglulega vel með kaffi- eða tebollanum!
Dásamlegt og léttkryddað brauð
Þessi uppskrift er:
- Án mjólkur
- Án hneta
Epla- og apríkósubrauð
Gerir 1 brauð
Innihald
- 90 g þurrkaðar aprikósur (lífrænt ræktaðar)
- 2 sæt epli (eða 1 mjög stórt)
- 225 g spelti
- 2 tsk vínsteinslyftiduft
- 1,5 tsk kanill
- 0,25 tsk negull (e. clove)
- 0,25 tsk múskat (e. nutmeg)
- 0,25 tsk engifer
- 175 ml lífrænt framleiddur barnamatur án sykurs; epla-, peru-, eða aprikósumauk
- 70 gr rapadura hrásykur (eða annar hrásykur)
- 12 dropar stevia án bragðefna (eða 30 g til viðbótar af hrásykrinum)
- 2 egg, hrærð lauslega
- 2 msk sojamjólk
Aðferð
- Saxið aprikósurnar frekar smátt. Setjið til hliðar 30 g af aprikósunum.
- Skrælið eplin og rífið gróft á rifjárni.
- Sigtið saman í stóra skál, spelti, lyftiduft, kanil, negul, múskat og engifer. Hrærið vel.
- í aðra skál skuluð þið hræra saman barnamat, hrásykri, eggjum, stevia og mjólk. Hrærið létt. Bætið eplunum og aprikósunum (öllu nema 30 grömmum) út í og hrærið vel. Hellið út í stóru skálina.
- Hrærið deigið afar lítið, rétt um 8-10 hreyfingar. Deigið á að vera það blautt að það leki af sleif í stórum kekkjum og alls ekki það þurrt að hægt sé að hnoða það.
- Klæðið brauðform að innan með bökunarpappír. Hellið deiginu út í og gætið þess að það fari vel í hornin. Dreifið aprikósubitunum yfir.
- Bakið við 180°C í um 55-60 mínútur.
Gott að hafa í huga
- Gott að bera fram með lífrænt framleiddri sultu (án sykurs), smurosti o.fl.
- Mikilvægt er að nota lífrænt ræktaðar aprikósur (þessar brúnu) því þessar appelsínugulu eru efnameðhöndlaðar til að líta betur út.
- Nota má undanrennu, hrísmjólk, haframjólk eða möndlumjólk í staðinn fyrir sojamjólk.
- Ég nota Hipp Organic, Organix eða Holle barnamat. Þessi merki eiga það sameiginlegt að vera lífrænt framleidd og eru ekki með viðbættum sykri.
- Í staðinn fyrir barnamat má nota eplamauk (enska: Apple sauce) úr heilsubúð eða heilsudeildum matvöruverslana. Einnig má nota vel þroskaðan banana.
- Ef afgangur er af barnamatnum má frysta hann í ísmolabox og nota í drykk síðar (smoothie).
- Notið hamingjuegg ef þið mögulega getið.
- Saxaðar pecanhnetur eru mjög góðar í þetta brauð.
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2025