Einfalt hrísgrjónasalat

Mig vantaði einhvern tímann meðlæti með einhverju sem ég var að elda og ég átti bara þetta hráefni í ísskápnum. Voða einfalt og&;auðvelt að búa til.&;Möndlurnar innihalda prótein, kalk og holla fitu sem gera þetta salat sérlega hollt.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Vegan

Þessa uppskrift er auðvelt að gera:

 • Án hneta

Einfalt hrísgrjónasalat

Meðlæti fyrir 3-4

Innihald

 • 2 bollar hýðishrísgrjón eða bygg. Þeir sem hafa glúteinóþol ættu ekki að borða bygg en mega borða hýðishrísgrjón
 • Sólþurrkaðir tómatar (ekki í olíu) saxaðir mjög smátt
 • 2 sveppir saxaðar,, mjög smátt
 • 2 msk möndluflögur, þurristaðar og svo muldar
 • 0,5 tsk turmeric duft
 • 0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt) og smá  klípa svartur pipar
 • 2 msk vatn

Aðferð

 1. Sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Kælið grjónin aðeins.
 2. Þurrristið möndlurnar á heitri pönnu (án olíu). Kælið svo og myljið gróft.
 3. Saxið sólþurrkuðu tómatana og sveppina og steikið upp úr vatni, salti og turmerici.
 4. Blandið öllu saman við grjónin og berið fram.

Gott að hafa í huga

 • Nota má alls kyns hráefni í þetta salat. Það er t.d. gott að nota saxaðar, steiktar paprikur, furuhnetur, sesamfræ, rifinn ost (setja út í heit grjónin og hræra) o.fl.
 • Þessi réttur er frábær í nestisboxið og má borða hann kaldan.
 • Ef þið finnið aðeins sólþurrkaða tómata í olíu má annað hvort þerra olíuna með eldhúsþurrku en einnig hef ég notað þessa aðferð: Setjið sólþurrkuðu tómatana í sigti og hellið sjóðandi heitu vatni yfir þá (um 500 ml eða svo).